Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 16:16
Brynjar Ingi Erluson
Adarabioyo á leið til Chelsea
Mynd: Getty Images
Enski varnarmaðurinn Tosin Adarabioyo er á leið til Chelsea á frjálsri sölu frá Fulham en þetta segir blaðamaðurinn Nizaar Kinsella á X.

Chelsea sendi miðverðinum samningstilboð á dögunum en Newcastle United hafði einnig sýnt leikmanninum áhuga.

Samkvæmt Kinsella hefur Adarabioyo ákveðið að samþykkja samningstilboð Chelsea en hann mun gera langtímasamning við félagið.

Á næstu dögum heldur hann í læknisskoðun hjá Chelsea áður en hann skrifar undir samninginn.

Kinsella segir einnig að peningar hafi ekki haft áhrif á ákvörðun varnarmannsins.

Adarabioyo, sem er 26 ára gamall, spilaði tuttugu deildarleiki með Fulham á nýafstaðinni leiktíð, en var skilinn eftir utan hóps eftir að hann tók ákvörðun um að framlengja ekki við félagið.

Uppfært 16:21: Fabrizio Romano hefur nú fullyrt að Adarabioyo sé á leið til Chelsea. Leikmaðurinn fer í læknisskoðun í næstu viku og er komið „Here we go!“ á skiptin.


Athugasemdir
banner