Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 12:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bellingham: Grunaði ekki að þetta myndi gerast svona hratt
Mynd: EPA

Jude Bellingham leikmaður Real Madrid hefur átt stórkostlegt tímabil en hann er að fara spila sinn fyrsta úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld.


Hann var valinn besti leeikmaður spænsku deildarinnar en hann skoraði 19 mörk fyrir Real sem varð spænskur meistari.

Eftir úrslitaleikinn mun hann síðan hefja undirbúning með enska landsliðinu fyrir EM í Þýskalandi.

„Ég vissi alltaf að ég myndi ná á þetta stig. Þetta hefur alltaf verið stigið sem ég vildi spila á. Mig grunaði ekki að það myndi gerast svona hratt," sagði hinn tvítugi Bellingham.

„Ég er mjög spenntur. Þetta er leikur sem mig hefur dreymt um að spila síðan ég byrjaði að spila fótbolta. Ég átta mig á því að það eru ekki margir sem spila svona leik og ég vil njóta vikunnar. Ég vil sjúga í mig þessa reynslu og reyna að njóta þess. Það væri heimskulegt að komast hingað og vilja fela sig."


Athugasemdir
banner
banner