Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 19:01
Brynjar Ingi Erluson
Fögnuðu Klopp en bauluðu á Mourinho
Klopp er mættur
Klopp er mættur
Mynd: Getty Images
Úrslitaleikur Borussia Dortmund og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu var að hefjast.

Stuttu fyrir leikinn voru helstu gestir leiksins sýndir á stóra skjánum á Wembley, en Jürgen Klopp, fyrrum stjóri Dortmund og Liverpool, kom í mynd og var fagnað innilega af stuðningsmönnum þýska félagsins.

Næstur í mynd var Jose Mourinho, en hann fékk ekki alveg sömu viðtökur.

Stuðningsmennirnir bauluðu á hann. Klopp kom aftur í mynd og var aftur fagnað, en hann setti hendur upp í loft og fagnaði með þeim eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner