Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 22:32
Brynjar Ingi Erluson
Forsetinn vildi ekki tala um Mbappe - Modric ætlar að vera áfram
Samstarf Perez og Modric heldur áfram
Samstarf Perez og Modric heldur áfram
Mynd: Getty Images
Florentino Perez, forseti Real Madrid á Spáni, hafði engan tíma til að ræða yfirvofandi félagaskipti Kylian Mbappe til félagsins, en hann vildi fyrst og fremst fagna fimmtánda Evrópubikar félagsins.

Á næstu dögum verður Mbappe kynntur hjá Real Madrid en erlendir miðlar segja að það verði líklega gert á mánudag.

Eftir sigur Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld var Perez spurður út í Mbappe, en fjölmiðlarnir fengu ekki þau svör sem þeir vildu.

„Mbappe? Þetta er kvöldið til að ræða aðra leikmenn. Við höfum allt sumarið framundan til að ræða um um framtíð Real Madrid,“ sagði Perez.

Perez svo gott sem staðfesti að króatíski miðjumaðurinn Luka Modric verði áfram hjá félaginu en hann mun skrifa undir eins árs framlengingu.

„Ég held að Luka Modric verði áfram. Ég held að hann taki eitt tímabil til viðbótar,“ sagði Perez.

Modric var að vinna Meistaradeildina í sjötta sinn með Madrídingum, en hann fagnar 39 ára afmæli sínu í september.
Athugasemdir
banner
banner