Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 16:47
Brynjar Ingi Erluson
Gerir átta ára samning við Athletic
Mynd: EPA
Spænski miðvörðurinn Daniel Vivian hefur framlengt samning sinn við Athletic Bilbao til 2032.

Vivian er 24 ára gamall og uppalinn í Baskalandi en hann kom til Athletic frá Basconia árið 2017.

Síðustu þrjú tímabil hefur hann átt fast sæti í vörn Bilbao en hann vann sinn fyrsta titil á ferlinum er liðið vann spænska konungsbikarinn í ár.

Varnarmaðurinn hefur greinilega lítinn áhuga á að fá frá Bilbao því hann hefur nú skrifað undir nýjan átta ára samning.

Samningurinn gildir til 2032 en þegar sá samningur rennur út verður hann á 33. aldursári.




Athugasemdir
banner
banner
banner