Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 06:00
Elvar Geir Magnússon
Hlekkjaði sig við stöngina til að mótmæla Ísrael
'Rauða spjaldið á Ísrael' stóð á bol mannsins.
'Rauða spjaldið á Ísrael' stóð á bol mannsins.
Mynd: Getty Images
Mótmælandi hlekkjaði sig við stöngina fyrir viðureign Skotlands og Ísrael í undankeppni EM kvenna sem fram fór á Hampden leikvangnum í Glasgow í gær. Leikið var bak við luktar dyr en talið að maðurinn hafi náð að komast inn á leikvanginn með því að klæðast vesti eins og öryggisvörður.

Hann notaði svo risastóran lás til að festa sig við stöngina til að mótmæla hernaðaraðgerðum Ísraelshers á Gaza. Á endanum tókst að losa hann og lögreglan flutti hann á brott.

Leikurinn hófst 45 mínútum á eftir áætlun en þegar liðin komu aftur til vallar hélt ísraelska liðið á bol með skilaboðunum: 'Komið þeim heim' sem tilvísun í gísla sem Hamas samtökin tóku.

Fyrir utan leikvanginn voru hundruðir mótmælenda með palestínska fána og litlar líkkistur.

Ísrael hefur ekki fengið að spila alþjóðlega leiki í heimalandi sínu af öryggisástæðum en hefur spilað á hlutlausum velli í Ungverjalandi. Skotland vann leikinn í gær 4-1 en liðin eigast aftur við á þriðjudaginn í Búdapest, einnig fyrir luktum dyrum.
Athugasemdir
banner
banner