Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 17:30
Brynjar Ingi Erluson
Klopp við Bale: Af hverju gerðir þú þetta?
Gareth Bale skorar markið ótrúlega
Gareth Bale skorar markið ótrúlega
Mynd: Getty Images
Gareth Bale, fyrrum leikmaður Real Madrid og Tottenham, er sérstakur gestur á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, en hann hefur komið að herferðum og öðru í kringum leik Madrídinga við Borussia Dortmund í Lundúnum.

Fyrrum fótboltamaðurinn var frábær í liði Madrídinga á þeim níu árum sem hann spilaði hjá félaginu en hann náði því magnaða afreki að vinna Meistaradeildina fimm sinnum.

Hans stærsta augnablik í úrslitum var gegn Liverpool árið 2018 en hann skoraði tvö stórkostleg mörk í leiknum.

Fyrra markið hans er eitt það flottasta sem skorað hefur verið í úrslitum keppninnar en hann tók ótrúlega hjólhestaspyrnu úr teignum og efst í vinstra hornið.

Seinna markið var laglegt en má þó skrifa á þýska markvörðinn Loris Karius, sem kýldi boltann í eigið net.

„Af hverju gerðir þú þetta?“ sagði Jürgen Klopp. fyrrum stjóri Liverpool, við Bale eftir markið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner