Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   lau 01. júní 2024 11:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd hafði samband við Xavi
Mynd: EPA

Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Manchester United hafi haft 'óformlegar viðræður' við Xavi fyrrum stjóra Barcelona.


Þessi 44 ára gamli Spánverji var látinn taka pokann sinn hjá Barcelona eftir erfitt tímabil. Hann hafði sjálfur gefið það út áður að hann ætlaði að hætta en eftir fund við Joan Laporte forseta félagsins var ákveðið að hann yrði áfram.

Síðan var skyndilega greint frá því að hann hafði verið rekinn.

Framtíð Erik ten Hag hjá United er í óvissu og spænskir fjölmiðlar greina frá því að enska félagið hafi haft samband við Xavi. Hann ætlar sér hins vegar að taka sér árs frí frá þjálfun áður en hann fer að skoða nýja möguleika.

Þá hefur AC Milan og suður kóreska landsliðið haft samband við hann.


Athugasemdir
banner
banner