Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   lau 01. júní 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Mateta er ekki til sölu
Mynd: EPA
Enska félagið Crystal Palace hefur ekki í hyggju að selja franska sóknarmanninn Jean-Philippe Mateta frá félaginu í sumar.

Þessi 26 ára gamli Frakki hafði aðeins skorað þrjú deildarmörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð áður en þýski þjálfarinn Oliver Glasner tók við stýrinu.

Eftir að Glasner tók við fór Mateta í ham og skoraði þrettán mörk í jafn mörgum leikjum.

Hann endaði tímabilið með 16 mörk og 5 stoðsendingar, en fékk ekki farseðil á Evrópumótið með Frökkum.

Mörg félög munu horfa til Mateta í sumar en samkvæmt Fabrizio Romano hefur Palace engan áhuga á að selja hann.

Palace álítur Mateta sem ótrúlega mikilvægan leikmann fyrir næstu leiktíð.

Frakkinn var að klára sitt fjórða tímabil með Palace en hann hefur skorað fleiri mörk undir Glasner heldur en á öllum hinum þremur tímabilunum til samans.
Athugasemdir
banner
banner
banner