Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 05:55
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin í dag - Líkleg byrjunarlið í úrslitaleiknum
Courtois mun að öllum líkindum verja mark Real Madrid.
Courtois mun að öllum líkindum verja mark Real Madrid.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram á Wembley leikvangnum í Lundúnum í kvöld klukkan 19. Real Madrid, sigursælasta félag keppninnar, mætir Borussia Dortmund.

Real Madrid vonast til að vinna stærsta bikar Evrópu í fimmtánda sinn en Broussia Dortmund hefur einu sinni unnið hann, það var fyrir 27 árum.

Jude Bellingham, einn besti fótboltamaður heims, verður í eldlínunni með Real Madrid en hann kom til félagsins frá Borussia Dortmund.

Thibaut Courtois er leikfær eftir meiðsli og mun byrja í marki Real Madrid. Það einfaldar ákvörðun Carlo Ancelotti stjóra Real Madrid að láta Courtois byrja að Andriy Lunin hefur verið veikur og ekki æft í aðdraganda leiksins.

Toni Kroos mun væntanlega byrja í sínum síðasta leik fyrir Real Madrid en hann hyggst leggja skóna á hilluna eftir EM. Þrátt fyrir hetjuframmistöðu Joselu í undanúrslitunum mun Ancelotti væntanlega halda sig við Rodrygo og Vinicius Junior frammi.

Jadon Sancho, lánsmaður frá Manchester United, gæti hugsanlega spilað sinn síðasta leik fyrir Dortmund en óvissa er um framtíð hans.

19:00 Dortmund - Real Madrid (Wembley)

Líklegt byrjunarlið Borussia Dortmund:
Kobel; Ryerson, Hummels, Schlotterbeck, Maatsen; Sabitzer, Can; Sancho, Brandt, Adeyemi; Fullkrug

Líklegt byrjunarlið Real Madrid:
Courtois; Carvajal, Rudiger, Nacho, Mendy; Valverde, Camavinga, Kroos; Bellingham; Rodrygo, Vinicius Junior
Athugasemdir
banner
banner
banner