Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Napoli sendi frá sér yfirlýsingu vegna ummæla umboðsmanns Di Lorenzo
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Napoli fann sig knúið til að senda frá sér yfirlýsingu eftir að umboðsmaður ítalska hægri bakvarðarins Giovanni Di Lorenzo sagði hann á förum frá félaginu.

Mario Giufreddi, umboðsmaður Di Lorenzo, sagði á dögunum að dvöl leikmannsins hjá Napoli væri á enda.

Napoli ákvað í kjölfarið að hafna þessu alfarið en það sagðist hissa á ummælum umboðsmannsins.

„Það kemur Napoli í opna skjöldu að herra Mario Giuffredi hafi nefnt það í hundraðasta sinn á nokkrum dögum að Giovanni Di Lorenzo sé á förum frá félaginu. Það er mikilvægt að benda á að Di Lorenzo er samningsbundinn Napoli til fjögurra ára og er ekki einn af þeim leikmönnum sem gætu verið seldir til annars félags. Hann er ekki á þeim lista og verður ekki seldur ,“ segir í yfirlýsingu Napoli.

Antonio Conte verður á næstu dögum kynntur sem nýr þjálfari Napoli.

Conte er sagður hafa mikið álit á Di Lorenzo en hann lítur á hann sem lykilmann á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner