Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 16:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Orðaður við Valencia eftir vonbrigðin hjá Barcelona
Vitor Roque
Vitor Roque
Mynd: EPA

Vitor Roque leikmaður Barcelona er orðaður við Valencia en hann var afar ósáttur við Xavi fyrrum stjóra Barcelona á nýloknu tímabili.


Roque er 19 ára Brasilíumaður og gekk til liðs við Barcelona í janúar frá Athletico Paranaense í heimalandinu.

Hann var gríðarlega spenntur að ganga til liðs við félagið enda hans uppáhalds lið. Hann var hinsvegar vonsvikinn þar sem hann kom við sögu í 14 leikjum í deildinni. Hann var á bekknum í fjóra leiki í röð en kom inn á undir lokin í síðustu þremur leikjunum.

Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Valencia hafi áhuga á honum en spurning hvort staðan hans hjá Barcelona muni breytast með komu Hansi Flick.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner