Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Róbert í sigurliði fjórða leikinn í röð - Gísli með stoðsendingu í stórsigri
Það gengur vel hjá Róberti Orra
Það gengur vel hjá Róberti Orra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli lagði upp fyrsta mark Halmstad
Gísli lagði upp fyrsta mark Halmstad
Mynd: Halmstad
Róbert Orri Þorkelsson og hans menn í Kongsvinger unnu fjórða deildarleik sinn í röð er liðið vann Bryne, 3-1, í norsku B-deildinni í dag.

Blikinn kom til Kongsvinger fyrir tímabilið og hefur komið sér vel fyrir í vörn liðsins.

Hann lék allan leikinn í dag í liði Kongsvinger sem er á toppnum með 24 stig.

Eyþór Martin Björgólfsson kom inn af bekknum í 1-0 sigri Moss á Álasundi. Davíð Snær Jóhannsson lék allan leikinn fyrir Álasund. Moss er í 3. sæti með 20 stig en Álasund í neðsta sæti með 8 stig.

Óskar Borgþórsson byrjaði hjá Sogndal sem tapaði fyrir Stabæk, 3-2, en Sogndal er í 6. sæti með 16 stig.

Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði Ham/Kam sem tapaði fyrir Brann, 2-1, í norsku úrvalsdeildinni. Brynjar Ingi Bjarnason kom inn af bekknum hjá Ham/Kam sem er í 11. sæti með 10 stig.

Stórsigur Halmstad en allt í rugli hjá Norrköping

Kolbeinn Þórðarson var í liði Gautaborgar sem vann nauman 1-0 sigur á Elfsborg. Andri Fannar Baldursson var í byrjunarliði Elfsborg, en Eggert Aron Guðmundsson var ekki í hóp.

Adam Ingi Benediktsson var á varamannabekk Gautaborgar, sem er í 13. sæti með 14 stig. Elfsborg er í 9. sæti með 16 stig.

Birnir Snær Ingason og Gísli Eyjólfsson byrjuðu báðir í 4-0 stórsigri Halmstad á GAIS. Gísli lagði upp fyrsta mark Halmstad í leiknum, en liðið er í 6. sæti með 18 stig.

Arnór Ingvi Traustason og félagar í Norrköping voru niðurlægir gegn Sirius, 5-1.

Landsliðsmaðurinn var besti maður Norrköping í annars ömurlegri liðsframmistöðu. Norrköping hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum og fengið á sig 20 mörk í þessum sex leikjum.

Ísak Andri Sigurgeirsson var ekki með Norrköping í dag en liðið situr í 14. sæti með aðeins 11 stig eftir tólf leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner