Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 22:09
Brynjar Ingi Erluson
Shakhtar fagnar sigri Real Madrid
Shakhtar fer í Meistaradeild Evrópu
Shakhtar fer í Meistaradeild Evrópu
Mynd: EPA
Úkraínska félagið Shakhtar Donetsk var líklega helsti stuðningsmaður Real Madrid yfir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld, því sigur spænska liðsins tryggði Shakhtar í riðlakeppnina fyrir næstu leiktíð.

Staðan í keppninni var þannig að Real Madrid var þegar búið tryggja sér Meistaradeildarsæti með því að vinna La Liga.

Borussia Dortmund var einnig komið með sæti í keppnina fyrir næstu leiktíð þar sem það endaði meðal fimm efstu í þýsku deildinni.

Ef Dortmund hefði unnið í kvöld þá hefði Eintracht Frankfurt fengið pláss í nýrri og endurbættri Meistaradeild, þar sem Frankfurt hafnaði í 6. sæti þýsku deildarinnar, en þar sem Real Madrid vann fór sætið til félagsins sem er næst í röðinni í stigum hjá UEFA (e. coefficients).

Shakhtar tók það sæti sem deildarmeistari í Úkraínu og sleppur því við forkeppnina.


Athugasemdir
banner
banner
banner