Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 21:58
Brynjar Ingi Erluson
Sigursælasti þjálfari í sögu Meistaradeildar Evrópu
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, vann Meistaradeild Evrópu í fimmta sinn á ferlinum er spænska liðið bar sigur úr býtum gegn Borussia Dortmund, 2-0, á Wembley í kvöld.

Ítalska þjálfaranum leist ekkert á blikuna þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks og var farinn að smjatta full mikið á Smint-töflunum sínum.

Í hálfleik vissi hann nákvæmlega hvað hann átti að segja við sína menn. Enginn þekkir þessar aðstæður betur en Ancelotti sem hvatti sína menn til sigurs.

Þetta var í fimmta sinn sem Ancelotti vinnur Meistaradeild Evrópu en hann er sá fyrsti í sögunni sem nær þessu magnaða afreki.

Ancelotti vann keppnina tvisvar með AC Milan og var þá að ná í sinn þriðja titil með Madrídingum.


Athugasemdir
banner
banner
banner