Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 13:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag: Ég ber ekki ábyrgð á háu kaupverði á leikmönnum
Antony gekk til liðs við Man Utd fyrir 86 milljónir punda
Antony gekk til liðs við Man Utd fyrir 86 milljónir punda
Mynd: Getty Images

Erik ten Hag segist ekki bera ábyrgð á því að félagið hafi eytt rúmlega 400 milljónum punda í leikmannakaup.


Hann segist ekki bera ábyrgð á því að leikmenn á borð við Antony, Rasmus Hojlund, Casemiro, Mason Mount og Andre Onana hafi gengið til lið við félagið á himinháar upphæðir.

Ten Hag greinir frá því að Richard Arnold, fyrrum framkvæmdastjóri félagsins og John Murtough fyrrum yfirmaður fótboltamála hafi séð um leikmannakaupin.

„Verðmiðinn á leikmönnunum er vissulega mjög hár en ég ber ekki ábyrgð á því. Félagið sá um allar samningaviðræður, einnig við mjög góða leikmenn sem komu ekki að lokum," sagði Ten Hag.

„Það er verið að draga upp að kaupstefnan sér hörmuleg en það segir ekki alla söguna. Þetta er allt neikvætt en þrátt fyrir öll vandamálin er grunnurinn í féelaginu að vaxa."

„Það gæti verið að það sé ekki sjáanlegt út á við. Með efnilega leikmenn eins og Mainoo, Garnacho, Hojlund og einhvern eins og Amad Diallo seme hefur bætt sig mikið er framtíðin björt," sagði Ten Hag að lokum.


Athugasemdir
banner
banner