Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Verður Sarri næsti þjálfari Harðar?
Maurizio Sarri
Maurizio Sarri
Mynd: EPA
Ítalski þjálfarinn Maurizio Sarri er með samningstilboð á borðinu frá gríska félaginu Panathinaikos. Þetta segir ítalski íþróttafréttamaðurinn Gianluca Di Marzio.

Sarri sagði upp störfum hjá Lazio í mars eftir að lið hans tapaði fjórða leik sínum í röð.

Claudio Lotito, forseti Lazio, vildi ekki taka það í mál að Sarri myndi hætta en samþykkti á endanum uppsögn landa síns.

Áður þjálfaði Sarri Juventus, Chelsea, Napoli og Empoli, en hann er óvænt orðaður við þjálfarastarf gríska félagsins Panathinaikos.

Di Marzio fullyrðir að Sarri sé með samningstilboð á borðinu frá félaginu, en liggur nú undir feld. Panathinaikos er einnig að skoða Vincenzo Italiano, þjálfara Fiorentina og Walter Mazzarri, fyrrum þjálfari Inter og Napoli. Greinilega stórhuga þarna í Grikklandi, en hvort þetta sé raunhæfur möguleiki er annað mál.

Íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon er á mála hjá Panathinaikos.

Sarri hefur einnig verið orðaður við Leicester City, sem vann ensku B-deildina á nýafstaðinni leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner