Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 13:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Zinchenko orðaður við Bayern
Mynd: Getty Images

Oleksandr Zinchenko bakvörður Arsenal er undir smásjá Bayern Munchen en Mirror greinir frá þessu.


Zinchenko var aftarlega í goggunarröðinni hjá Mikel Arteta stjóra Arsenal á síðustu leiktíð en hann kom við sögu í 27 leikjum í úrvalsdeildinni.

Jurrien Timber hefur jafnað sig af meiðslum og má því búast við að Zinchenko færist aftar í röðina.

Vincent Kompany var ráðinn stjóri Bayern á dögunum og gæti Zinchenko verið sá fyrsti sem gengur til liðs við félagið eftir að belgíski stjórinn tók við.

Alphonso Davies hefur verið orðaður í burtu frá félaginu en Real Madrid hefur haft augastað á honum lengi. Hann er þó sagður vera í viðræðum við þýska félagið og spurning hvort það muni koma í veg fyrir komu Zinchenko.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner