Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
mánudagur 26. ágúst
Besta-deild karla
2. deild karla
fimmtudagur 22. ágúst
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Sambandsdeild UEFA - Umspil
miðvikudagur 21. ágúst
2. deild karla
laugardagur 17. ágúst
Besta-deild karla
föstudagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
miðvikudagur 14. ágúst
Lengjudeild karla
mánudagur 16. september
FA Cup
Barwell 0 - 0 Buxton
Redditch United - Shifnal Town - 18:45
Bundesliga - Women
Hoffenheim W 2 - 3 Freiburg W
Vináttulandsleikur
USA U-18 2 - 0 Peru U-18
Portugal U-16 0 - 0 Romania U-16
Turkey U-16 4 - 2 Denmark U-16
Saudi Arabia U-20 2 - 3 Yemen U-20
Serie A
Lazio 1 - 0 Verona
Parma 2 - 3 Udinese
La Liga
Vallecano - Osasuna - 19:00
banner
þri 01.ágú 2023 18:00 Mynd: EPA
Magazine image

Spáin fyrir enska - 18. sæti: „Vonandi hefur hann eitthvað af hæfileikum föður síns"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin fari af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Næst er það Bournemouth sem er spáð 18. sæti deildarinnar, og þar með falli.

Bournemouth fagnar marki á síðustu leiktíð.
Bournemouth fagnar marki á síðustu leiktíð.
Mynd/EPA
Gary O'Neil var rekinn þrátt fyrir að hafa haldið liðinu uppi.
Gary O'Neil var rekinn þrátt fyrir að hafa haldið liðinu uppi.
Mynd/Getty Images
Andoni Iraola var ráðinn í hans stað.
Andoni Iraola var ráðinn í hans stað.
Mynd/Getty Images
Markvörðurinn Neto er fyrirliði Bournemouth.
Markvörðurinn Neto er fyrirliði Bournemouth.
Mynd/EPA
Fyrir utan Vitality, heimavöll Bournemouth.
Fyrir utan Vitality, heimavöll Bournemouth.
Mynd/Getty Images
Milos Kerkez er efnilegur vinstri bakvörður sem var keyptur til félagsins í sumar.
Milos Kerkez er efnilegur vinstri bakvörður sem var keyptur til félagsins í sumar.
Mynd/Getty Images
Justin Kluivert.
Justin Kluivert.
Mynd/EPA
Haraldur Franklín er stuðningsmaður Bournemouth.
Haraldur Franklín er stuðningsmaður Bournemouth.
Mynd/Grímur Kolbeinsson
Marki fagnað á síðustu leiktíð.
Marki fagnað á síðustu leiktíð.
Mynd/EPA
Haraldur býst við spennandi tímabili.
Haraldur býst við spennandi tímabili.
Mynd/Grímur Kolbeinsson
Nær Bournemouth að halda sér aftur uppi?
Nær Bournemouth að halda sér aftur uppi?
Mynd/Getty Images
'Þegar hann tekur við enska landsliðinu, þá mun ég styðja þá'
'Þegar hann tekur við enska landsliðinu, þá mun ég styðja þá'
Mynd/Getty Images
Sóknarmaðurinn Dominic Solanke þarf að skora meira.
Sóknarmaðurinn Dominic Solanke þarf að skora meira.
Mynd/Getty Images
Um Bournemouth: Komu upp sem nýliðar í fyrra eftir tveggja ára stopp í Championship-deildinni. Tímabilið byrjaði heldur betur brösulega og var Scott Parker rekinn í upphafi þess eftir 9-0 tap gegn Liverpool á Anfield.

Gary O'Neil var ráðinn í hans stað og undir hans stjórn kom Bournemouth mjög á óvart með því að halda sér uppi eftir að hafa verið spáð neðsta sæti fyrir leiktíðina. Það var ekki mikil trú á liðinu fyrir tímabilið í fyrra en þeir gerðu sér lítið fyrir og héldu sér uppi. Tekst þeim að gera það aftur núna? Ekki ef spáin rætist.

Stjórinn Það voru heldur betur óvænt tíðindi eftir síðasta tímabil þegar tilkynnt var að Gary O'Neil hefði verið rekinn eftir að honum tókst að halda Bournemouth uppi. Hann var einn af stjórum tímabilsins en var samt látinn fara, og það kom mörgum á óvart. Bournemouth réði í staðinn Spánverjann Andoni Iraola til að taka starfið að sér. Iraola er fertugur, fyrrum leikmaður Athletic Bilbao og spænska landsliðsins. Hann var bakvörður á sínum ferli og lagði skóna á hilluna 2016. Hann var síðast stjóri Rayo Vallecano þar sem hann gerði flotta hluti en áður en hann tók við því starfi árið 2020 hafði hann verið hjá AEK Larnaca á Kýpur og Mirandes á Spáni.

Iraola er mikið fyrir sóknarfótbolta og Rayo liðið hans spilaði virkilega skemmtilegan leikstíl, og náði um leið árangri. Hann horfir mikið upp til Marcelo Bielsa, fyrrum stjóra Leeds, og það ætti að segja eitthvað um það hvernig fótbolta hann vill spila; hann trúir því svo sannarlega að sókn sé besta vörnin.

Leikmannaglugginn: Bournemouth hefur styrkt sig talsvert í leikmannaglugganum í sumar en félagið er nú þegar búið að eyða hátt í 60 milljónum punda. Á sama tíma í fyrra var félagið búið að fá tvo leikmenn á frjálsri sölu, en það er ljóst að liðið ætlar að taka skref fram á við.

Komnir:
Hamed Traorè frá Sassuolo - 20 milljónir punda
Milos Kerkez frá AZ Alkmaar - 15,5 milljónir punda
Romain Faivre frá Lyon - 12,8 milljónir punda
Justin Kluivert frá Roma - 9,6 milljónir punda
Ionut Radu frá Inter - á láni

Farnir:
Mark Travers til Stoke City - á láni
Siriki Dembele til Birmingham - óuppgefið verð
Ben Pearson til Stoke - óuppgefið verð
Jefferson Lerma til Crystal Palace - á frjálsri sölu
Junior Stanislas - samningur rann út
Jack Stacey til Norwich - á frjálsri sölu

Út frá leikmannaglugganum þá er líklegt byrjunarlið svona:



Lykilmenn: Markvörðurinn Neto kom frá Barcelona á síðasta tímabili og hann er nú þegar orðinn fyrirliði. Það segir ansi mikið um það sem hann er að koma með inn í hópinn, og þar að auki er hann mjög góður markvörður. Danski miðjumaðurinn Philip Billing er mjög öflugur og er með sterka nærveru inn á miðsvæðinu. Þá er Dominic Solanke einnig mikilvægur í sóknarleik liðsins þó hann hafi bara skorað sex deildarmörk á síðustu leiktíð.

„Þá kemur messias-Eddie Howe og bjargar málunum"
Golfarinn Haraldur Franklín er mikill stuðningsmaður Bournemouth. Við fengum hans sýn á síðasta tímabil og tímabilið sem er framundan.

Ég byrjaði að halda með Bournemouth af því að (frá 2019)... Held alltaf með litla hvolpi (e. underdog) í fótbolta. Fyrir utan stórveldinu á Íslandi. Ég hafði haldið með City frá því að Gulli markmaður gaf mér City derhúfu þegar ég var 7 ára. Þeir voru byrjaðir að kaupa sér titla og ég missti áhugann á þeim. Fann mér skemmtilegt sókndjarft lítið lið sem skorar alltaf mörk.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Á enga uppáhalds minningu tengda félaginu. Hef samt gaman af því að horfa á heimildarmyndir um liðið. Þeir voru næstum fallnir í utandeildina. Félagið nánast gjaldþrota. Þá kemur messias-Eddie Howe og bjargar málunum. Mun alltaf kunna að meta hann, þó svo að hann sé hjá Newcastle. Þegar hann tekur við enska landsliðinu, þá mun ég styðja þá.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Nei alls ekki. Er ekki það klikkaður.

Hvern má ekki vanta í liðið? Solanke, en hann verður að skora fleiri mörk.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Síðasta tímabil var erfitt. Skelfileg byrjun. Scott Parker sem kom liðinu aftur upp drullar yfir stjórnina að hafa ekki fengið að kaupa fleiri leikmenn, segir að 9-0 tapið gegn Liverpool verði ekki það versta á árinu. Var skiljanlega rekinn. Gary O'Neil var frábær þjálfari eftir það. Ég var farinn að halda að liðið félli en þá loksins fór allt að rúlla. Ég hætti að fylgjast með eftir síðasta leik og veit ekkert af hverju Gary þjálfari var rekinn.

Hver er veikasti hlekkurinn? Veikasti hlekkurinn eru allir leikmenn liðsins á slæmum degi.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Eina sem ég hef fylgst með í sumar er að Justin Kluivert er kominn í liðið. Vonandi hefur hann eitthvað af hæfileikum föður síns.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Ég býst við fáránlega spennandi tímabili. Maður á að hafa gaman að boltanum og ekki taka honum of alvarlega. Allavega sleppa því að mæta í fótboltamessu fyrir lokaumferðina. Þá er þetta áhugamál orðið vandamál.

Í hvaða sæti endar liðið? Mig langar að segja að þeir endi í topp tíu en ég giska á 17. sæti. Allir sáttir.

Bournemouth hefur leik í ensku úrvalsdeildinni laugardaginn 12. ágúst gegn West Ham á heimavelli.




Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson og Sverrir Örn Einarsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. ?
17. ?
18. Bournemouth, 56 stig
19. Sheffield United, 31 stig
20. Luton Town, 16 stig
Athugasemdir
banner
banner