Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   sun 02. júní 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Ancelotti: Þetta er veruleikinn en virðist samt eins og draumur
Carlo Ancelotti með málm sem hann er vel kunnugur
Carlo Ancelotti með málm sem hann er vel kunnugur
Mynd: EPA
Ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti var í alsælu þegar hann vann Meistaradeild Evrópu í þriðja sinn með Real Madrid í gær.

Ancelotti er einn allra reyndasti þjálfarinn í bransanum en hann varð sigursælasti þjálfari keppninnar með sigrinum í gær.

Hann er nú kominn með fimm titla í keppninni en tveir af titlunum komu á tíma hans hjá AC Milan.

„Þetta er veruleikinn þó þetta virðist vera eins og draumur. Ég er ótrúleg ánægður, en eins og venjulega var þetta erfiður leikur. Þeir spiluðu betur í fyrri hálfleik og við betur í seinni. Svona eru úrslitaleikir. Okkur tókst að vinna á þessu frábæra tímabili og við erum í skýjunum með að geta unnið bikarinn aftur.“

Hvernig fer Real Madrid að því að vinna keppnina svona oft?

„Það er saga og hefð félagsins. Auðvitað eru það gæði leikmanna sem spila inn í en félagið er eins og fjölskylda sem vinnur saman án vandamála. Andinn í búningsklefanum er góður. Ég verð að þakka félaginu og leikmönnunum. Það eru ekki stór egó hér heldur allir mjög hógværir og því ekki erfitt að stjórna þessum leikmannahópi á þessari leiktíð.“

Ancelotti hafði ekki hugmynd um hvað væri á dagskránni en það kom alla vega ekki til greina að fara í svefn.

„Ég veit ekki hvað við gerum en við erum alla vega ekki að fara í svefn,“ sagði Ancelotti í lokin.
Athugasemdir
banner
banner