Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   sun 02. júní 2024 13:07
Elvar Geir Magnússon
Laugardal
Byrjunarlið Vestra og Stjörnunnar: Emil Atla á bekknum
Davíð Smári tekur út leikbann.
Davíð Smári tekur út leikbann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Níunda umferð Bestu deildarinnar heldur áfram og fyrsti leikur dagsins er viðureign Vestra og Stjörnunnar. Þetta er þriðji heimaleikur Vestra sem er spilaður hér á hinum ljómandi fína AVIS-velli í Laugardal, þar sem völlurinn á Ísafirði er enn ekki klár í slaginn.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, tekur út leikbann og verður því ekki á hliðarlínunni í dag.

Vestri gerir tvær breytingar frá jafnteflinu gegn KR. Toby King og Johannes Selvén koma inn fyrir Sergine Fall og Benedikt Warén. Benedikt er ekki í leikmannahópi Vestra í dag.

Hjá Stjörnunni kemur Guðmundur Kristjánsson aftur inn í liðið eftir að hafa afplánað leikbann. Kjartan Már Kjartansson og Haukur Örn Brink koma einnig inn í byrjunarliðið en Daníel Laxdal og Emil Atlason eru á bekknum. Örvar Logi Örvarsson er ekki í hóp.

Lestu um leikinn: Vestri 4 -  2 Stjarnan

Vestri er með sjö stig í tíunda sæti en Stjarnan er í sjötta sæti með þrettán stig.

Byrjunarlið Vestri:
30. William Eskelinen (m)
3. Elvar Baldvinsson
6. Ibrahima Balde
7. Vladimir Tufegdzic
13. Toby King
14. Johannes Selvén
19. Pétur Bjarnason
20. Jeppe Gertsen
21. Tarik Ibrahimagic
22. Elmar Atli Garðarsson
23. Silas Songani

Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
0. Guðmundur Kristjánsson
4. Óli Valur Ómarsson
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
17. Andri Adolphsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
30. Kjartan Már Kjartansson
37. Haukur Örn Brink
80. Róbert Frosti Þorkelsson
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 12 8 3 1 28 - 13 +15 27
2.    Valur 12 7 4 1 30 - 15 +15 25
3.    Breiðablik 11 8 1 2 26 - 13 +13 25
4.    ÍA 10 5 1 4 20 - 14 +6 16
5.    Stjarnan 12 5 1 6 24 - 24 0 16
6.    FH 10 4 2 4 18 - 20 -2 14
7.    Fram 10 3 4 3 13 - 14 -1 13
8.    HK 11 4 1 6 14 - 21 -7 13
9.    KR 11 3 3 5 20 - 22 -2 12
10.    Vestri 11 3 1 7 14 - 28 -14 10
11.    Fylkir 10 2 1 7 15 - 27 -12 7
12.    KA 10 1 2 7 14 - 25 -11 5
Athugasemdir
banner
banner
banner