Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 02. júní 2024 16:09
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið Víkings og Fylkis - Ekroth, Pablo, Djuriic og Davíð út hjá Víkingum
Oliver Ekroth er ekki í leikmannahópi Víkinga í dag.
Oliver Ekroth er ekki í leikmannahópi Víkinga í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Sveinn kemur inn hjá Fylki.
Orri Sveinn kemur inn hjá Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur tekur á móti Fylki í 9. umferð Bestu-deildar karla klukkan 17:00 en leikið er í Víkinni. Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá her til hliðanna.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  2 Fylkir

Víkingur gerði 1 - 1 jafntefli í síðasta leik gegn Breiðabliki á fimmtudagskvöldið. Frá þeim leik gerir Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins fjórar breytingar.

Oliver Ekroth, Pablo Punyed, Danijel Dejan Djuric og Davíð Örn Atlason fara út og í þeirra stað koma Erlingur Agnarsson, Gísli Gottskálk Þórðarson, Karl Friðleifur Gunnarsson og Valdimar Ingimundarson. Pálmi Rafn Arinbjörnsson er áfram í markinu vegna meiðsla Ingvars Jónssonar. Ekroth er ekki í leikmannahópnum en hann er veikur.

Fylkir vann HK 3 - 1 á heimavelli í síðustu umferð síðastliðið mánudagskvöld. Frá þeim leik gerir Rúnar Páll Sigmundsson eina breytingu. Orrri Sveinn Segatta kemur inn fyrir Birki Eyþórsson sem tekur út leikbann.
Byrjunarlið Víkingur R.:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
25. Valdimar Þór Ingimundarson

Byrjunarlið Fylkir:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Segatta
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Matthias Præst Nielsen
10. Benedikt Daríus Garðarsson
11. Þórður Gunnar Hafþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
21. Aron Snær Guðbjörnsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
72. Orri Hrafn Kjartansson
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 12 8 3 1 28 - 13 +15 27
2.    Valur 12 7 4 1 30 - 15 +15 25
3.    Breiðablik 11 8 1 2 26 - 13 +13 25
4.    ÍA 10 5 1 4 20 - 14 +6 16
5.    Stjarnan 12 5 1 6 24 - 24 0 16
6.    FH 10 4 2 4 18 - 20 -2 14
7.    Fram 10 3 4 3 13 - 14 -1 13
8.    HK 11 4 1 6 14 - 21 -7 13
9.    KR 11 3 3 5 20 - 22 -2 12
10.    Vestri 11 3 1 7 14 - 28 -14 10
11.    Fylkir 10 2 1 7 15 - 27 -12 7
12.    KA 10 1 2 7 14 - 25 -11 5
Athugasemdir
banner
banner
banner