Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
   sun 02. júní 2024 16:55
Elvar Geir Magnússon
Davíð Smári eftir sterkan sigur: Talaði við sjálfan mig úti í horni
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Vestri vann afskaplega öflugan og verðskuldaðan 4-2 sigur gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í dag. Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var í leikbanni í leiknum og fylgdist með úr stúkunni.

Lestu um leikinn: Vestri 4 -  2 Stjarnan

„Hrikalega sterkur sigur og það gekk allt upp sem við ætluðum okkur í þessum leik. Ég er ánægður með upplegg leiksins og með leikmenn að hafa skilað þessu,“ segir Davíð.

„Við sýndum allt sem á að einkenna Vestraliðið og það var afskaplega gaman að sjá það. Við þorðum að spila boltanum.“

Davíð var á flakki um stúkuna meðan á leik stóð. Hvernig var að fylgjast með þaðan?

„Það er gríðarlega erfitt en gerir það aðeins auðveldara að það gekk vel. Ég á erfitt með að horfa á fótboltaleiki án þess að tjá mig og ég var talandi við sjálfan mig einhvers staðar úti í horni," segir Davíð.

Það er mikið um meiðsli í leikmannahópi Vestra.

„Það er gríðarlega mikið hnjask á hópnum og nánast enginn á bekknum í dag sem er alveg heill."
Athugasemdir
banner