Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   sun 02. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fékk knús og kossa frá stuðningsmönnunum
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarmaðurinn Vinicius Junior er að gera sig líklegan til að vinna Ballon d'Or verðlaunin síðar á þessu ári en hann gerði síðara mark Real Madrid í 2-0 sigrinum á Borussia Dortmund í úrslitum í gær.

Tímabil Vinicius hefur verið fyllt af blendnum tilfinningum. Hann hefur barist gegn kynþáttafordómum frá stuðningsmönnum annarra liða, en á vellinum hefur hann átti sitt besta tímabil til þessa.

Hann kom að 35 mörkum í 39 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu og var það kirsuberið á kökuna þegar hann gerði annað markið í úrslitaleiknum.

Brasilíumaðurinn er dýrkaður og dáður í Madríd, en hann vildi sýna stuðningsmönnunum ást sína með því að fara upp í stúku.

Tilfinningarnar voru sterkar. Þeir kepptust við að kyssa og knúsa Vinicius, sem var farinn að óttast öryggi sitt á einum tímapunkti, eins og má sjá á myndbandinu sem fylgir fréttinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner