Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   sun 02. júní 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Framtíð Sancho óljós - „Viss um að hann muni aftur spila til úrslita“
Jadon Sancho var niðurlútur eftir tapið í Lundúnum
Jadon Sancho var niðurlútur eftir tapið í Lundúnum
Mynd: EPA
Edin Terzic, þjálfari Borussia Dortmund í Þýskalandi, veit ekki hver framtíð enska vængmannsins Jadon Sancho verður en hann er þó viss um að hann hafi ekki spilað sinn síðasta úrslitaleik í Meistaradeild Evrópu.

Englendingurinn hefur átt góðu gengi að fagna með Dortmund síðan hann kom til félagsins á láni frá Manchester United í janúar.

Sancho sló í gegn með Dortmund áður en hann var seldur til Manchester United fyrir þremur.

Ævintýri hans hjá United hefur ekki gengið eins og í sögu. Á tveimur og hálfu tímabili hans þar náði hann ekki að sýna sínu bestu hliðar og lenti þá upp á kant við Erik ten Hag, stjóra félagsins.

Vængmaðurinn fann gleðina á ný er hann snéri aftur til Dortmund á láni og hjálpaði liðinu að komast í bæði úrslitaleik Meistaradeildarinnar og í riðlakeppnina fyrir næstu leiktíð.

Dortmund vill fá Sancho alfarið til félagsins en Terzic segir þó óljóst hver framtíð kappans verður.

„Jadon hefur verið frábær síðustu sex mánuði. Það tók hann smá tíma að komast aftur í form, en við fundum að gæði hans og hæfileikar myndu bæta leik okkar um leið. Hann bætti ekki bara leik sinn, heldur líka hjá leikmönnunum sem hann er með í kringum sig.“

„Hann er ótrúlega hæfileikaríkur. Við höfum aðeins verið að tala um núið og hann að spila úrslitaleikinn í heimabænum. Ég er ánægður að hann sé hér með okkur og maður finnur fyrir gleðinni sem hann fær og gefur í búningsklefanum. Ég er ótrúlega ánægður að geta unnið með honum, en ég veit ekki hver framtíð hans verður. Eina sem ég er viss um að hún mun færa honum annan úrslitaleik í Meistaradeildinni,“
sagði Terzic í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner