Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   sun 02. júní 2024 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Móðir Bellingham fékk medalíuna og mynd með Mourinho - „Núna kemur þú til Fenerbahce“
Bellingham tekur mynd af mömmu og Mourinho
Bellingham tekur mynd af mömmu og Mourinho
Mynd: Getty Images
Móðir Jude Bellingham fékk þónokkra athygli eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær.

Englendingurinn vann Meistaradeildina í fyrsta sinn á ferlinum og það á sínu fyrsta tímabili með Madrídingum.

Eftir leikinn var Bellingham nálægt því að bresta í grát eftir að hann sá foreldra sína í stúkunni.

Fyrsta sem hann gerði var að setja medalíuna utan um háls móður sinnar.

Bellingham hitti portúgalska þjálfarann Jose Mourinho á vellinum, sem var spekingur í sjónvarpi, en Bellingham spurði Mourinho hvort hann væri til í að vera á mynd með mömmu sinni.

Móðir Bellingham er mikill aðdáandi Mourinho og fékk því myndina.

„Ég bað Mourinho um mynd með mömmu. Hún hefur verið aðdáandi hans til margra ára,“ sagði Bellingham sem tók myndina af þeim tveimur.

Eftir myndatökuna sagði Mourinho síðan við Bellingham í léttu gríni: „Núna kemur þú til Fenerbahce.“ .


Athugasemdir
banner
banner