Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   sun 02. júní 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho skaut létt á Ten Hag - „Hann náði ekki því besta úr honum“
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, fyrrum stjóri Manchester United, skaut léttu skoti á Erik ten Hag, núveranda stjóra félagsins, í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær.

Jadon Sancho hefur verið frábær hjá Dortmund síðasta hálfa árið en hann kom aftur til félagsins á láni frá United í janúarglugganum.

Englendingurinn var ekki í náðinni hjá Ten Hag en hann neitaði að biðjast afsökunar á færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum þar sem hann gagnrýni stjórann.

Sancho var þar að svara Ten Hag sem sagði að Sancho væri ekki að standa sig á æfingum og þess vegna væri hann ekki í hópnum hjá félaginu.

Mourinho segir hlutverk þjálfara mikilvægt í að koma leikmönnum á beinu brautina.

„Við vitum hvað hann er hæfileikaríkur leikmaður. Við sáum hvað hann getur gert og alls enginn vafi á því. Ef við tölum um það sem gerðist hjá Manchester United og ef ég horfi á mína sögu, þá kom það stundum fyrir að ég náði ekki árangri með leikmenn. Stundum gat ég ekki skapað rétta samkennd. Ég gat ekki skilið erfðaefni sumra leikmanna og gat ekki hjálpað leikmönnum að vaxa í rétta átt. Oftast tókst það, en stundum gat ég það ekki.“

„Stundum verðum við að læra með reynslunni, sem ég reyndi alltaf að gera, að reyna að skilja eðli leikmannsins. Stundum eru þeir með hæfileikana en ekki hugarfarið sem þú vilt fá frá leikmanni. Það er alveg klárt að strákurinn gerði mistök, það er borðleggjandi, en þjálfarinn hans náði ekki því besta úr honum,“


Mourinho segir þetta samt ekki svo einfalt. Það sé margt sem spilar inn í.

„Yfirleitt spilar margt inn í. Það er ekki þjálfarinn, leikmaðurinn, fjölskyldan, umboðsmaðurinn og félagið, en ef ég horfi á sjálfan mig sem þjálfara. Ég náði oft því besta úr ungum leikmönnum og hjálpaði þeim að komast á þann stað sem þeir komust í framtíðinni. Mér varð líka á og þó svo það þetta sér margþætt þá erum við samt hluti af því. Fyrir okkur þjálfarana sem eru með meiri reynslu og fara í gegnum mörg „déja vu“ með aldrinum, þá reynum við að hjálpa leikmönnum í rétta átt. Í þessu tilviki þá horfa þeir á þetta og reyna að greina hvað gerðist hjá United og hvað hann fann hjá Dortmund,“ sagði Mourinho í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner