Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 02. júní 2024 22:55
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ómar Ingi: Lélegasta ákvörðun og stærstu mistök leiksins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er súrt að tapa og sérstaklega gegn Breiðablik og sérstaklega á heimavelli og maður er því mjög svekktur" Segir Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK eftir 2-0 tap gegn Breiðabliki.

Lestu um leikinn: HK 0 -  2 Breiðablik

„Það vantaði upp á að dómararnir sinni sínu starfi. Ég er ekki að segja að við hefðum unnið leikinn en mér fannst ósanngjarnt hvernig við lendum undir."

Fyrsta mark Breiðabliks var einmitt mjög umdeild en þá var boltinn á ferð þegar aukaspyrna var tekinn í aðdragandanum.

„Það sáu það allir hélt ég að boltinn var á ferð. Það var augljóst. Ívar var mjög nálægt þessu. Þetta er óskiljanlegt, þetta er alltof nálægt þeim og alltof augljóst. Höskuldur er nýbúinn að kasta boltanum frá sér þannig að auðvitað er hann á hreyfingu. Þetta er bara lélegt. Þetta var lélegasta ákvörðun og stærstu mistök leiksins"

„Þetta breytti leiknum. Við þurftum að koma hærra á völlinn. Þeir gátu beðið eftir að við gerum mistök sem og við gerðum í öðru markinu. Við þurftum að breyta til vegna ákvörðun sem átti ekki rétt á sér."

Eiður Gauti Sæbjörnsson virtist meiðast ansi alvarlega á upphafssekúndum leiksins.

„Hann fær högg á andlitið og fékk skurð á andlitið. Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist. Ég þarf bara að bíða eftir því að fá frekari fréttir á eftir."

Landsleikjafrí er framundan og því langt í næsta leik.

„Við þurfum að hvíla okkur og jafna okkur á þessum leik. Við munum æfa vel og fínstilla nokkur atriði. Það eru nokkur atriði sem við þurfum að ná betri tökum á."
Athugasemdir
banner