Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   sun 02. júní 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Vona innilega að við fáum eitthvað að spila saman"
Icelandair
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir nokkrum árum síðan voru Katla Tryggvadóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir að leika sér saman í yngri flokkum Vals. Svo voru þær í Þrótti saman og núna eru þær báðar í A-landsliðinu.

Þær voru báðar á bekknum á föstudag þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli gegn Austurríki í undankeppni EM 2025. Olla kom inn á í seinni hálfleik en Katla þarf að bíða aðeins lengur eftir fyrsta landsleiknum.

Olla var í viðtali eftir leikinn úti í Austurríki þar sem hún var spurð út í samband sitt við Kötlu og hvernig það hefði verið að fá hana inn í landsliðið.

„Mjög gott. Ég er ekki búin að sjá hana mjög lengi. Hún er í Kristianstad og ég er í Bandaríkjunum. Það er mjög gott að hitta Kötlu aftur. Það er alltaf gaman að hitta stelpurnar," sagði Olla og brosti.

„Ég vona að við fáum eitthvað að spila saman. Ég og Katla hlæjum að hverju sem er, en það er extra gaman þegar við erum saman líka. Það er mjög gaman að hitta Kötlu aftur og ég vona innilega að við fáum eitthvað að spila saman."

Hægt er að sjá viðtalið við Ollu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðaan.
Olla um færið sitt í blálokin: Ohhhh
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner