Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
banner
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
mánudagur 26. ágúst
Besta-deild karla
2. deild karla
fimmtudagur 22. ágúst
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Sambandsdeild UEFA - Umspil
miðvikudagur 21. ágúst
2. deild karla
laugardagur 17. ágúst
Besta-deild karla
föstudagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
miðvikudagur 14. ágúst
Lengjudeild karla
mánudagur 16. september
FA Cup
Barwell 0 - 0 Buxton
Redditch United - Shifnal Town - 18:45
Bundesliga - Women
Hoffenheim W 2 - 3 Freiburg W
Vináttulandsleikur
USA U-18 2 - 0 Peru U-18
Portugal U-16 0 - 0 Romania U-16
Turkey U-16 4 - 2 Denmark U-16
Saudi Arabia U-20 2 - 3 Yemen U-20
Serie A
Lazio 1 - 1 Verona
Parma 2 - 3 Udinese
La Liga
Vallecano - Osasuna - 19:00
banner
mið 02.ágú 2023 15:00 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir enska - 17. sæti: „Þetta var óumflýjanlegt í raun"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin fari af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Næst er það Everton, sem rétt sleppur við fall ef spáin rætist.

Marki fagnað á síðustu leiktíð.
Marki fagnað á síðustu leiktíð.
Mynd/Getty Images
Hinn síkáti Sean Dyche stýrir skútunni.
Hinn síkáti Sean Dyche stýrir skútunni.
Mynd/EPA
Fyrir utan Goodison Park, heimavöll Everton. Núna er félagið að byggja nýjan og glæsilegan leikvang.
Fyrir utan Goodison Park, heimavöll Everton. Núna er félagið að byggja nýjan og glæsilegan leikvang.
Mynd/EPA
Tarkowski er öflugur í vörninni.
Tarkowski er öflugur í vörninni.
Mynd/EPA
Enski landsliðsmarkvörðurinn Jordan Pickford.
Enski landsliðsmarkvörðurinn Jordan Pickford.
Mynd/EPA
Nær Dele Alli að endurvekja feril sinn? Hann fór í afar tilfinningaþrungið viðtal í sumar þar sem hann talaði um þau vandræði sem hann hefur gengið í gegnum á lífsleiðinni, en hann segist vera á góðum stað núna.
Nær Dele Alli að endurvekja feril sinn? Hann fór í afar tilfinningaþrungið viðtal í sumar þar sem hann talaði um þau vandræði sem hann hefur gengið í gegnum á lífsleiðinni, en hann segist vera á góðum stað núna.
Mynd/Getty Images
Amadou Onana, öflugur miðjumaður.
Amadou Onana, öflugur miðjumaður.
Mynd/Everton
Dominic Calvert-Lewin var mikið meiddur á síðasta tímabili.
Dominic Calvert-Lewin var mikið meiddur á síðasta tímabili.
Mynd/Getty Images
Viðar Guðjónsson er stuðningsmaður Everton.
Viðar Guðjónsson er stuðningsmaður Everton.
Mynd/Úr einkasafni
James Garner.
James Garner.
Mynd/EPA
Nær Everton að forðast fallbaráttu á þessu tímabili?
Nær Everton að forðast fallbaráttu á þessu tímabili?
Mynd/Getty Images
Um Everton: Þeir bláklæddu frá Liverpool líta á sig sem félag sem á að vera í efri hluta deildarinnar, en það hefur alls ekki verið þannig síðustu tvö árin. Félagið hefur verið í mikilli niðursveiflu og hefur verið að gæla við fall. Í fyrra náði Everton að bjarga sér eftir að hafa verið á fallsvæðinu lengi vel.

Everton var á endanum bara tveimur sigur frá því að falla og maður myndi halda að það gæti stjórnendum félagsins ákveðið raunveruleikatékk, en miðað við sumarið hingað til þá hefur það ekki verið þannig og Everton er líklegt til þess að vera aftur í fallbaráttu á komandi leiktíð. Það er ekki mikil ástæða til bjartsýni, því miður fyrir stuðningsmenn Everton.

Stjórinn: Sean Dyche tók við Everton á miðju síðasta tímabili af Frank Lampard. Dyche þekkir það vel að berjast við falldrauginn eftir að hafa stýrt Burnley um langt skeið. Hann er með reynslu í því að halda liðum uppi og það er allavega eitthvað jákvætt fyrir Everton. Fótboltinn sem hann spilar er ekkert sérlega skemmtilegur en hann er oftar en ekki frekar árangursríkur. Á síðustu tveimur tímabilum hefur félagið rekið stjóra sinn og það er spurning hvort það gerist á þessu tímabili líka.

Leikmannaglugginn: Everton hefur ekki enn keypt leikmann í sumar en það hefur einn komið á frjálsri sölu og einn á láni. Félagið þarf heldur betur að spýta í lófana á markaðnum.

Komnir:
Arnaut Danjuma frá Villarreal - á láni
Ashley Young frá Aston Villa - á frjálsri sölu

Farnir:
Moise Kean til Juventus - 24,1 milljón punda
Asmir Begovic til QPR - samningur rann út
Ellis Simms til Coventry - óuppgefið kaupverð
Tom Davies - samningur rann út
Yerry Mina - samningur rann út
Andros Townsend - samningur rann út
Niels Nkounkou til Saint-Etienne - óuppgefið kaupverð
Conor Coady til Wolves - lánssamningur rann út

Út frá leikmannaglugganum þá er líklegt byrjunarlið svona:



Lykilmenn: Miðvörðurinn James Tarkowski er afar mikilvægur fyrir þetta lið, hann er stálið í vörninni og Dyche er búinn að gera hann að varafyrirliða. Amadou Onana sýndi það á síðustu leiktíð að hann er afar öflugur leikmaður og verður gaman að fylgjast með honum á sínu öðru tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Þá er Dominic Calvert-Lewin auðvitað lykilmaður en það er bara spurning hversu mikið meiddur hann verður á þessari leiktíð.

„Sennilega með verri Everton liðum sem maður hefur séð"
En hvað segir einn af mörgum stuðningsmönnum Everton á Íslandi um liðið? Við fengum Viðar Guðjónsson, fréttamann og fyrrum leikmann Fram, til að segja okkur frá sinni sýn á liðið og tímabilið sem framundan er.

Ég byrjaði að halda með Everton af því að... Ég byrjaði að halda með Everton því ég á eldri bróðir sem einnig heldur með Everton. Ég sá Everton lyfta bikar þegar þeir unnu deildina þegar ég var sjö ára. Svo eru þeir í eins búningum og Fram. Þetta var óumflýjanlegt í raun.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Ég fór á Goodison Park 2010 og sá Everton vinna Liverpool. Fékkst svona derby stemningu beint í æð. Viltist svo í einhverju loungi og gekk í fangið á eigandandum. Það fannst mér sniðugt.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Hroðalegt. Sennilega með verri Everton liðum sem maður hefur séð. Eini jákvæði punkturinn var ráðninginn á núverandi þjálfara.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Fæ mér alltaf karamellu.

Hvern má ekki vanta í liðið? Sennilega hinn símeiddi Calvert Lewin. Einfaldlega vegna þess að liðið á engan annan sóknarmann. Að horfa á lið sem jafnvel er betra en andstæðingurinn á deginum en vita samt að afar ólíklegt sé að liðið þitt skori mark venst illa.

Hver er veikasti hlekkurinn? Fyrir utan sóknarmannsleysið eru ansi margir veikir hlekki. Erfitt að meta þetta.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... James Garner er baller sem var mikið meiddur í fyrra.

Við þurfum að kaupa... Við þurfum að kaupa sóknarmenn, minnst einn bakvörð, hafsent, spilandi miðjumann, kantmann já og kannski bara nánast heilt lið.

Hvað finnst þér um stjórann? Flottur. Rétti maðurinn á þessum tímapunkti. Bætti liðið mikið eftir að hann tók við í fyrra.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Tilfinningarnar eru pragmatískar. Gott tímabil er svona 12. sæti í deild. Fallbaráttan byrjar samt á fyrsta degi.

Hvar endar liðið? Segjum 14. sæti.

Everton hefur leik í ensku úrvalsdeildinni laugardaginn 12. ágúst gegn Fulham á heimavelli.




Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson og Sverrir Örn Einarsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. ?
17. Everton, 66 stig
18. Bournemouth, 56 stig
19. Sheffield United, 31 stig
20. Luton Town, 16 stig
Athugasemdir
banner
banner