Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   mán 03. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
EM-draumur Scalvini úti
Mynd: Getty Images
Ítalski varnarmaðurinn Giorgio Scalvini fer ekki með ítalska landsliðinu á Evrópumótið í Þýskalandi eftir að hafa slitið krossband í lokaleik Seríu A í gær.

Scalvini, sem er 20 ára gamall, hefur verið gríðarlega mikilvægur í vörn Atalanta síðasta árið. Hann fagnaði mikilli velgengni með ítalska liðinu, sem komst í bæði úrslit ítalska bikarsins og Evrópudeildarinnar.

Liðið tapaði fyrir Juventus í bikarnum en vann síðan Evrópudeildina þökk sé þrennu Ademola Lookman.

Atalanta mætti Fiorentina í lokaleik 38. umferðar Seríu A í gær, en leiknum var frestað þar sem bæði lið komust í úrslit í Evrópukeppni.

Undir lok leiksins meiddist Scalvini illa á hné og kom í ljós nokkrum tímum síðar að hann sleit krossband og er EM-draumurinn því endanlega úti.

Luciano Spalletti, þjálfari ítalska landsliðsins, valdi Scalvini í hópinn fyrir Evrópumótið, en er nú búinn að kalla Federico Gatti varnarmann Juventus inn í hans stað.
Athugasemdir
banner
banner