Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   mán 03. júní 2024 10:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Má búast við talsvert sterkara liði gegn Íslandi
Icelandair
Kieran Trippier verður fyrirliði Englands í kvöld.
Kieran Trippier verður fyrirliði Englands í kvöld.
Mynd: EPA
England mætir Bosníu í vináttulandsleik í kvöld en liðið mætir svo Íslandi á Wembley á föstudaginn. Eru þetta mikilvægir undirbúningsleikir fyrir EM sem hefst 14. júní.

Það verða þó margir fjarverandi hjá Englandi í leiknum í kvöld og má búast við mun sterkara liði hjá þeim gegn Íslandi á föstudag.

Bukayo Saka, kantmaður Arsenal, verður hvíldur í kvöld en spilar líklega við Ísland. John Stones, varnarmaður Manchester City, mætti þá seint og hefur lítið æft með liðinu.

Harry Maguire, Luke Shaw og Anthony Gordon eru tæpir og spila ekki í kvöld. Harry Kane, fyrirliði liðsins, er þá að koma til baka eftir bakmeiðsli og mun ekki byrja gegn Bosníu.

Kobbie Mainoo, Kyle Walker og Phil Foden eru ekki enn komnir til móts við hópinn eftir að hafa spilað í bikarúrslitaleiknum og Jude Bellingham, miðjumaður Real Madrid, spilaði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta laugardag og er því skiljanlega ekki enn kominn í hópinn.

Kieran Trippier, bakvörður Newcastle, verður fyrirliði Englands í kvöld.
Athugasemdir
banner