Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 02. júní 2024 23:50
Elvar Geir Magnússon
landsliðið
Saka spilar gegn Íslandi en ekki Bellingham
Icelandair
Saka á æfingu enska landsliðsins í dag.
Saka á æfingu enska landsliðsins í dag.
Mynd: Getty Images
Bellingham vann Meistaradeildina með Real Madrid.
Bellingham vann Meistaradeildina með Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Á föstudagskvöld tekur England á móti Íslandi í vináttulandsleik á Wembley en enska landsliðið er að búa sig undir EM í Þýskalandi og verður leikurinn síðasti undirbúningsleikur liðsins fyrir mót.

Fyrst leikur England hinsvegar gegn Bosníu á St. James' Park annað kvöld, mánudagskvöld. Alls vantar sex leikmenn sem eru í enska hópnum í þann leik.

Þar á meðal er Bukayo Saka sóknarleikmaður Arsenal sem verður hvíldur gegn Bosníumönnum en spilar leikinn gegn Íslandi.

„Bukayo er fínn og þróunin er góð en hann mun hvíla á morgun og ætti svo að vera klár í leikinn á föstudag," sagði Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands við fjölmiðla í dag.

Harry Maguire og Luke Shaw varnarmenn Manchester United eru að glíma við meiðsli, þeir spila ekki gegn Bosníu og ólíklegt er að þeir geti spilað gegn Íslandi.

Anthony Gordon er að jafna sig af meiðslum og varnarmaðurinn John Stones kom seint til móts við enska hópinn og spilar ekki á morgun.

Þá hefur Jude Bellingham fengið viku til að hvíla sig og mun ekki koma til móts við enska hópinn fyrr en á laugardag. Bellingham vann Meistaradeildina með Real Madrid og spilar ekki í komandi vináttulandsleikjum.

„Mikilvægast fyrir Jude er að hvílast og ná fullri orku. Við munum hagnast mest á því," segir Southgate en Bellingham er meðal bestu leikmanna heims.
Athugasemdir
banner
banner
banner