Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   mán 03. júní 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sancho vill ekki gefa Man Utd upp á bátinn en það er ein hindrun
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: EPA
Kantmaðurinn Jadon Sancho er tilbúinn að fara aftur til Manchester United en einungis ef Erik ten Hag yfirgefur félagið. Það er Mirror sem segir frá þessu.

Englendingurinn hefur átt góðu gengi að fagna með Dortmund síðan hann kom til félagsins á láni frá Man Utd í janúar.

Sancho sló í gegn með Dortmund áður en hann var seldur til United fyrir þremur árum. Ævintýri hans hjá United hefur ekki gengið eins og í sögu. Á tveimur og hálfu tímabili hans þar náði hann ekki að sýna sínu bestu hliðar og lenti þá upp á kant við Ten Hag.

Vængmaðurinn fann gleðina á ný er hann snéri aftur til Dortmund á láni og hjálpaði liðinu að komast í bæði úrslitaleik Meistaradeildarinnar og í riðlakeppnina fyrir næstu leiktíð.

Dortmund vill kaupa Sancho en það verður erfitt þar sem leikmaðurinn verður ekki ódýr. Og Sancho, sem er 24 ára, er sjálfur ekki tilbúinn að gefa Man Utd upp á bátinn.

En hann veit það fyrir víst að hann vinnur ekki með Ten Hag aftur. Óvíst er hvort Ten Hag verði áfram stjóri United en félagið er að velta því fyrir sér núna.

Ef Ten Hag fer, þá opnast möguleikarnir aftur fyrir Sancho í Leikhúsi draumanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner