Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   mán 03. júní 2024 14:15
Elvar Geir Magnússon
landsliðið
Svona er staðan á strákunum okkar - Mæta Englandi og Hollandi
Icelandair
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Finnsson.
Kolbeinn Finnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ísland mætir tveimur sterkum andstæðingum í vináttuleikjum í júní. Fyrst er það England á Wembley í Lundúnum á föstudaginn og síðan Holland á De Kuip í Rotterdam mánudaginn 10. júní.

Báðir mótherjar Íslands eru á meðal þátttökuþjóða í úrslitakeppni EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi í sumar og eru leikirnir hluti af lokaundirbúningi þeirra fyrir mótið.

Á dögunum var íslenski landsliðshópurinn opinberaður en hér er samantekt á því hvernig tímabilið var, eða er, hjá leikmönnum í hópnum.

Markverðir:

Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford FC - 9 leikir
Hákon hefur verið aðalmarkvörður Íslands í síðustu verkefnum. Hann gekk í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford í janúar og var á bekknum í lokaumferðum tímabilsins.

Elías Rafn Ólafsson - C. D. Mafra - 6 leikir
Var lánaður frá Mitdjylland til Mafra í portúgölsku B-deildinni en liðið hafnaði í 9. sæti.

Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 4 leikir
Ver mark Viking sem er í fimmta sæti norsku úrvalsdeildarinnar.

Varnarmenn:

Kolbeinn Birgir Finnsson - Lyngby Boldklub - 10 leikir
Spilaði lykilhlutverk með liði Lyngby sem náði að bjarga sér frá falli úr dönsku úrvalsdeildinni.

Guðmundur Þórarinsson - OFI Crete F.C. - 15 leikir
Fastamaður í byrjunarliði Crete sem hafnaði í tíunda sæti grísku úrvalsdeildarinnar.

Sverrir Ingi Ingason - FC Midtjylland - 49 leikir, 3 mörk
Lykilmaður í vörn Midtjylland og bar nokkrum sinnum fyrirliðabandið á tímabili þar sem liðið landaði danska meistaratitlinum.

Daníel Leó Grétarsson - Sönderjyske Fodbold - 17 leikir
Einn af þremur Íslendingum hjá Sönderjyske sem vann dönsku B-deildina. Daníel Leó er fastamaður í hjarta varnarinnar.

Hlynur Freyr Karlsson - FK Haugesund - 1 leikur
Hefur verið ónotaður varamaður í síðustu leikjum norska úrvalsdeildarliðsins.

Brynjar Ingi Bjarnason - HamKam - 16 leikir, 2 mörk
Leikið tíu af fyrstu tólf leikjum liðsins í norsku úrvalsdeildinni.

Alfons Sampsted - FC Twente - 21 leikur
Var á bekknum undir lok tímabils en lék langflesta leiki Twente sem hafnaði í þriðja sæti hollensku úrvalsdeildarinnar og fer í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Miðjumenn:

Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 2 leikir
36 leikir og þrjú mörk á tímabilinu en Feneyjarliðið komst upp í ítölsku A-deildina.

Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 25 leikir, 3 mörk
Ísak skoraði 7 mörk og gaf 9 stoðsendingar í 36 leikjum með Dusseldorf sem var grátlega nálægt því að komast upp í Bundesliguna. Ísak var hjá félaginu á láni frá FCK og er orðaður við belgíska félagið Gent.

Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 19 leikir, 1 mark
Spilaði 36 leiki fyrir danska úrvalsdeildarfélagið og varð bikarmeistari með liðinu. Hann hugsar sér til hreyfings frá félaginu.

Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 17 leikir, 3 mörk
Spilaði stórt hlutverk með Lille, lék alls 38 leiki á tímabilinu, skoraði fimm mörk og átti sex stoðsendingar. Lille endað í fjórða sæti deildarinnar sem veitir þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley F.C. - 91 leikur, 8 mörk
Kvaddi Burnley sem féll úr ensku úrvalsdeildinni. Óvíst er hvað tekur við hjá Jóhanni en hann lék 26 leiki í ensku úrvalsdeildinni í vetur, skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar.

Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 56 leikir, 6 mörk
Lykilmaður í Norrköping og hefur skorað fjögur mörk í ellefu deildarleikjum.

Kristian Nökkvi Hlynsson - AFC Ajax - 1 leikur
Skoraði sjö mörk og átti eina stoðsendingu í 25 leikjum fyrir hollenska stórliðið.

Arnór Sigurðsson - Blackburn Rovers F.C. - 31 leikur, 2 mörk
Hefur verið að glíma við meiðsli en lék 29 leiki, skoraði fimm mörk og átti tvær stoðsendingar á sínu fyrsta tímabili í Championship-deildinni.

Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 15 leikir, 1 mark
Hjálpaði liðinu að komast upp í ítölsku A-deildina. Lék alls 38 leiki á tímabilinu, skoraði tvö mörk og átti fjórar stoðsendingar.

Mikael Neville Anderson - AGF - 26 leikir, 2 mörk
Lék 39 leiki á tímabilinu, skoraði tvö mörk og átti sex stoðsendingar. Liðið endaði í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 35 leikir, 4 mörk
Skoraði sjö mörk og átti sjö stoðsendingar í 40 leikjum í tímabilinu í Belgíu. Leuven hafnaði í 4. sæti í umspili um sæti í Sambandsdeildinni á næstu leiktíð en aðeins eitt lið vann sér sæti í keppninni og í þetta sinn var það Gent.

Willum Þór Willumsson - Go Ahead Eagles - 9 leikir
Skoraði sjö mörk og átti tvær stoðsendingar í 31 leik í hollensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Var tilnefndur sem besti leikmaður deildarinnar og gæti tekið næsta skref á ferlinum í sumar.

Framherjar:

Orri Steinn Óskarsson - FC Kaupmannahöfn - 8 leikir, 2 mörk
Sóknarmaðurinn ungi skoraði fimmtán mörk og átti átta stoðsendingar í 41 leik á tímabilinu. Lærdómsríkt tímabil en hann var í í byrjunarliðinu í síðustu fimm leikjum tímabilsins.

Andri Lucas Guðjohnsen - Lyngby Boldklub - 22 leikir, 6 mörk
Skoraði fimmtán mörk í 33 leikjum á tímabilinu og tók silfurskóinn í dönsku úrvalsdeildinni. Er á leið til Gent og verður dýrastur í sögu Lyngby.
Athugasemdir
banner
banner
banner