Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fös 24. maí 2024 16:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Er þetta sterkasta lið Íslands í komandi verkefni?
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir er lykilmaður í vörninni.
Sverrir er lykilmaður í vörninni.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Andri Lucas Guðjohnsen og Arnór Ingvi Traustason.
Andri Lucas Guðjohnsen og Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Í vikunni var landsliðshópurinn fyrir vináttulandsleiki gegn Englandi og Hollandi tilkynntur.

Ísland mætir Englandi föstudaginn 7. júní á Wembley og Hollandi mánudaginn 10. júní á De Kuip en þetta eru mjög svo áhugaverðir vináttulandsleikir sem gaman verður að fylgjast með.

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem birtist í dag setti Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson saman sterkasta byrjunarlið Íslands úr þeim leikmannahópi sem var valinn í síðustu viku.



Hann kom inn á það að erfiðast hefði verið að velja hver ætti að vera fremst á vellinum með Hákoni Arnari Haraldssyni, leikmanni Lille. Baráttan þar er á milli Andra Lucas Guðjohnsen og Orra Steins Óskarssonar en þeir hafa báðir verið að spila frábærlega í dönsku úrvalsdeildinni.

Það vantar auðvitað Albert Guðmundsson, besta leikmann Íslands í augnablikinu, í þetta verkefni. Á síðasta ári kærði kona Albert fyrir kynferðisbrot. Það mál var fellt niður fyrir valið á síðasta landsliðshópi en eftir að hópurinn var tilkynntur var niðurfellingin kærð. Það mál er enn í gangi og því mátti ekki velja Albert í hópinn.

Hægt er að hlusta á umræðuna úr þættinum í heild sinni hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Þarfir toppliðanna, svekktir eftir landsliðsvalið og enskt uppgjör
Athugasemdir
banner