Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   mán 03. júní 2024 14:25
Elvar Geir Magnússon
landsliðið
Willum dregur sig úr landsliðshópnum
Icelandair
Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Willum Þór Willumsson er meiddur og getur ekki verið með íslenska landsliðinu í komandi vináttuleikjum við England á föstudaginn og Holland á mánudeginum 10. júní. Hópurinn telur nú 23 leikmenn.

Miðjumaðurinn missti af síðustu þremur leikjum hollenska liðsins Go Ahead Eagles á tímabilinu og er ekki alveg orðinn heill heilsu vegna meiðsla í nára.

Willum er 25 ára og á að baki níu leiki með landsliðinu.

Hann skoraði sjö mörk og átti tvær stoðsendingar í 31 leik í hollensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Var svo tilnefndur sem besti leikmaður deildarinnar og gæti tekið næsta skref á ferlinum í sumar.

Ísland leikur gegn Englandi á Wembley á föstudagskvöld.


Hópurinn:
Markverðir:
Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford FC - 9 leikir
Elías Rafn Ólafsson - C. D. Mafra - 6 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 4 leikir

Varnarmenn:
Kolbeinn Birgir Finnsson - Lyngby Boldklub - 10 leikir
Guðmundur Þórarinsson - OFI Crete F.C. - 15 leikir
Sverrir Ingi Ingason - FC Midtjylland - 49 leikir, 3 mörk
Daníel Leó Grétarsson - Sonderjyske Fodbold - 17 leikir
Hlynur Freyr Karlsson - FK Haugesund - 1 leikur
Brynjar Ingi Bjarnason - HamKam - 16 leikir, 2 mörk
Alfons Sampsted - FC Twente - 21 leikur

Miðjumenn:
Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 2 leikir
Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 25 leikir, 3 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 19 leikir, 1 mark
Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 17 leikir, 3 mörk
Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley F.C. - 91 leikur, 8 mörk
Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 56 leikir, 6 mörk
Kristian Nökkvi Hlynsson - AFC Ajax - 1 leikur
Arnór Sigurðsson - Blackburn Rovers F.C. - 31 leikur, 2 mörk
Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 15 leikir, 1 mark
Mikael Neville Anderson - AGF - 26 leikir, 2 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 35 leikir, 4 mörk

Framherjar:
Orri Steinn Óskarsson - FC Kobenhavn - 8 leikir, 2 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen - Lyngby Boldklub - 22 leikir, 6 mörk
Athugasemdir
banner
banner