Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net á laugardagskvöld
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Jóhannes Karl: Þurfum að fara hugsa okkar gang
Áslaug Dóra skoraði þrennu: Eitt af markmiðunum mínum að vera sterkari inn í teig
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
   þri 08. ágúst 2023 22:56
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar um rauða spjaldið: Þetta var ekki víti en eldfjallið var byrjað að gjósa
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar heimsóttu FH á Kaplakrikavöll núna í kvöld þegar 18.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Víkingar urðu að vinna leikinn í kvöld til þess að halda í sex stiga forskot sitt á toppi deildarinnar og FH gáfu engann afslátt.


Lestu um leikinn: FH 1 -  3 Víkingur R.

„Iðnaðarsigur er kannski betra orð. Við vorum að mæta virkilega sterku liði FH og að vinna 3-1 hérna á erfiðum útivelli er ég virkilega ánægður með það og líka það að við lentum undir og vorum í basli fyrsta korterið í leiknum og þurftum að breyta aðeins til og ná tökum á leiknum." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn. 

„Við færðum Viktor aðeins ofar og Matta aðeins meira central og fengum aðeins meira flæði í uppspilinu okkar. Þeir voru búnir að lesa okkur mjög vel og voru alltaf mættir í svæðin sem við vildum sækja í og náðum aldrei að færa boltann neitt ofar en í bara fyrsta fasa og komumst aldrei neitt framar og þá þurfum við að fara senda langa botla og þá vorum við að missa boltann þar og fá boltann aftur beint í hausinn aftur og við náðum bara engu flæði í fyrsta uppspilsfasa fyrsta korterið"

„Við náðum betri tökum á þessu eftir þessar breytingar og tvö frábær mörk frá Bidda og einstaklingsgæði og markið hjá Ella líka eftir sendingu frá Helga og þetta voru bara svona einstaklinsgæði sem að kláruðu leikinn fyrir okkur í bara virkilega erfiðum útileik."

Arnar Gunnlaugsson fékk rautt spjald á 35.mínútu en hann vildi þá fá vítaspyrnu eftir að Nikolaj Hansen féll í teignum.

„Mér fannst frá mínum bæjardyrum séð og mínu sjónarhorni þetta vera víti og þetta var ekki víti en eldfjallið var byrjað að gjósa og það var erfitt að stoppa það og svo fær Cardaklija spjald og ég læt einhver skemmtileg orð falla þarna við aðstoðardómarann og fyrir það fæ ég beint rautt." 

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner