Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mið 19. júlí 2023 14:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Hausar munu fjúka ef þeir detta út úr keppninni
Við þurfum að ná að spyrja þá alvarlegra spurninga
Við þurfum að ná að spyrja þá alvarlegra spurninga
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ingvar meiddist í fyrri leiknum en er klár í slaginn á morgun.
Ingvar meiddist í fyrri leiknum en er klár í slaginn á morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Halldór Smári fór af velli í fyrri leiknum.
Halldór Smári fór af velli í fyrri leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
að má líka segja að ég hafi átt 'off' dag líka í þjálfun þennan dag.
að má líka segja að ég hafi átt 'off' dag líka í þjálfun þennan dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta leggst mjög vel í mig, það veitti manni innblástur að sjá Blikana í gær. Til hamingju Blikar! Virkilega vel gert. Við ætlum að nýta okkur meðbyrinn sem er í Evrópu núna hjá íslensku liðunum. Við áttum 'off' dag í Riga, það bara gerist og það þýðir ekkert að velta sér upp úr ástæðum þess. Við þurfum bara að taka því, læra af því og fara 'all-in' á morgun; vera kaldir og virkilega gefa þeim leik," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í dag.

Framundan er leikur gegn Riga á Víkingsvelli í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Staðan eftir fyrri leikinn er 2-0 fyrir Lettunum.

„Ef við náum fyrsta markinu, hvenær sem það verður fyrir leikslok, þá munu þeir panikka. Þjálfarinn þeirra er mjög líflegur á bekknum og það er mikið undir hjá þeim, hausar munu fjúka ef þeir detta út úr keppninni. Við þurfum að ná að spyrja þá alvarlegra spurninga; að þeir þurfa virkilega að hafa fyrir hlutunum."

Þurfum að bæta rómantíkinni við
Það verður þá ekki sama pragmatíkin í þessum leik?

„Það þarf að vera eitthvað, við megum ekki henda þessu einvígi frá okkur með einhverju bulli á móti svona góðu liði. Við þurfum að vera pragmatískir en þurfum að bæta rómantíkinni við núna. Við skoruðum þrettán mörk í fimm heimaleikjum í Evrópu í fyrra. Þar af þrjú mörk á móti Malmö. Malmö er betra lið en Riga, það er ekkert flóknara en það. Við þurfum að hafa trú á þessu verkefni. Við erum lið sem hefur spilað 90 leiki í deild-bikar-Evrópu síðustu tvö og hálft ár og bara tapað ellefu leikjum. Við erum bara gott lið og ætlum að sýna það á morgun."

„Ég er með sýn í huganum hvernig leikurinn mun spilast á morgun og svo er bara mitt að ná að deila þeirri sýn með strákunum. Við erum vanir að spila góða leiki hérna heima; úrslitaleiki. Við þurfum að leita í þær minningar til að eiga okkar allra besta dag. Ef það gengur ekki upp þá reynum við aftur á næsta ári, en þetta er lið sem við virkilega getum slegið út."

„Þetta er allt öðruvísi staður fyrir þá að spila á heldur en þeir eru vanir og ekki beint í þeirra þægindaramma; þó að þeir séu vanir að spila í smá kulda og á gervigrasi líka, þá er þetta bara öðruvísi. Þeir þurfa að svara spurningunum sem við spyrjum þá að, við þurfum að stíga upp og vera agressífir og stuðningsmenn þurfa að láta vel í sér heyra. Alveg sama hversu góðir leikmennirnir eru: ef þeir verða smá skelkaðir þá þurfum við að nýta okkur það og stíga á bensíngjöfina."


Hluti af leiðangrinum að verða meistari
Arnar talar um 'off' dag í síðasta leik. Hvað var það sem klikkaði?

„Það voru teknískir feilar, það var ólíkt okkur hvernig við vorum að missa boltann í fyrri hálfleiknum. Þetta var ekki geðveik pressa hjá þeim, heldur klaufaskapur. Það gerist í íþróttum, þú ert ekkert lúser fyrir að hafa átt 'off' leik, það er hluti af leiðangrinum að verða meistari í þinni grein. Þetta gerist vonandi ekki tvisvar í röð hjá okkar mjög góðu leikmönnum. Það er búið, við erum búnir að læra af því og það mun ekki gerast á morgun."

Ingvar Jónsson fór af velli í fyrri leiknum. Staðan á honum er hins vegar mjög góð fyrir leikinn á morgun. „Hann er búinn að æfa tvær fullar æfingar, ekkert vesen og er bara í fínu lagi."

Átti sjálfur 'off' dag sem þjálfari
Halldór Smári Sigurðsson átti ekki sinn besta dag í fyrri leiknum og var tekinn út af í hálfleik. „Ég er aldrei svekktur með Halldór Smára, hann var bara einn af þessum mörgu leikmönnum sem áttu bara 'off' dag. Frábær leikmaður sem var tekinn út af vegna taktískra breytinga. Hann sættir sig við það eins og meistarinn sem hann er."

Það vakti athygli að Birnir Snær Ingason, einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins, byrjaði á bekknum í fyrri leiknum.

„Það var taktískt. Við vorum að spila 3-4-3, ég taldi Danna (Danijel Dejan Djuric) betri kost varnarlega séð. Það má líka segja að ég hafi átt 'off' dag líka í þjálfun þennan dag."

„En að því sögðu þá var Riga með þrjú hundruð og eitthvað sendingar í leiknum sem segir manni að taktíkin var ekki málið, menn voru bara 'off', mjög ólíkt okkur. Menn verða að vera súper 'on' á morgun til að eiga möguleika á að slá Riga út."


Blikarnir trúðu og Víkingar þurfa að trúa líka
„Breiðablik var frábært á móti Shamrock Rovers. Damir á skot upp í skeytin í aukaspyrnunni og Höskuldur á mark í gær upp úr hornspyrnu. Þeirra vilji einhvern veginn ýtti boltanum yfir línuna og þessi trú þarf að vera hjá okkar mönnum á morgun. Menn þurfa að trúa því að þeir séu að fara skora úr aukaspyrnum, hornspyrnum, fyrirgjöfum. Þetta var engin heppni hjá Blikunum, þeir trúðu því að þetta væri að fara inn. Þú þarft að búa til þína eigin heppni í þessari íþrótt og þú þarft að vinna fyrir því að fá þessa heppni til liðs við þig. Það er það sem við þurfum að gera á morgun," sagði Arnar.

Hægt er að horfa á viðtalið í spilaranum efst. Leikurinn á morgun hefst klukkan 18:45 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner