Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
   mið 19. júlí 2023 15:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birnir Ingason: Auðvitað var ég ekki sáttur en ég skildi ástæðuna
Þurfum að vera miklu öruggari og með hærra sjálfstraust
Þá fer sjálfstraustið í botn og boltinn byrjar að rúlla
Þá fer sjálfstraustið í botn og boltinn byrjar að rúlla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er frábær varnarmaður
Ég er frábær varnarmaður
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Mjög vel, mjög spenntur fyrir leiknum og tími fyrir okkur að sýna hvað við getum. Við þurfum að vera miklu öruggari og vera með hærra sjálfstraust en í síðasta leik. Við vorum hræddir fannst mér einhvern veginn, vildi enginn vera með boltann eða fá boltann í svæði undir pressu. Því þurfum við að breyta," sagði Birnir Snær Ingason, leikmaður Víkings, við Fótbolta.net í dag.

Framundan er seinni leikur liðsins gegn Riga í forkeppni Sambandsdeildinni. Lettneska liðið leiðir 2-0 eftir fyrri leikinn.

Það vakti athygli að Birnir var ekki í byrjunarliðinu í fyrri leiknum.

„Ég var himinlifandi... Nei, auðvitað er maður ekki sáttur en ég skildi ástæðuna og ég sá alveg hvað við vorum að leggja upp með. Í byrjun ertu alveg brjálaður en svo ferðu að hugsa aðeins út í þetta, þá hugsaru um að koma inn á með krafti."

Arnar valdi annan kost í stað Birnis og sagði varnarhliðina hafa verið ástæðuna fyrir valinu. Er Birnir ekki nægilega góður varnarmaður?

„Ég er frábær varnarmaður, enda í bakverðinum þegar ég er orðinn eldri," sagði Birnir og leit á Loga Tómasson við hlið sér.

Birnir hefur verið einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins til þessa. „Það hefur gengið vel, það er stutt á milli í fótbolta. Ef þú ert með sjálfstraustið í botni þá getur allt gerst. Það sem mér fannst mikilvægt fyrir mig var að koma inn mörkum nokkra leiki í röð. Þá fer sjálfstraustið í botn og þá byrjar boltinn að rúlla," sagði Birnir.

Í lok viðtals, sem sjá má í heild sinni í spilaranum efst, ræðir Birnir um samningsmál sín.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 18:45 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner