Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   mið 19. júlí 2023 15:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birnir Ingason: Auðvitað var ég ekki sáttur en ég skildi ástæðuna
Þurfum að vera miklu öruggari og með hærra sjálfstraust
Þá fer sjálfstraustið í botn og boltinn byrjar að rúlla
Þá fer sjálfstraustið í botn og boltinn byrjar að rúlla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er frábær varnarmaður
Ég er frábær varnarmaður
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Mjög vel, mjög spenntur fyrir leiknum og tími fyrir okkur að sýna hvað við getum. Við þurfum að vera miklu öruggari og vera með hærra sjálfstraust en í síðasta leik. Við vorum hræddir fannst mér einhvern veginn, vildi enginn vera með boltann eða fá boltann í svæði undir pressu. Því þurfum við að breyta," sagði Birnir Snær Ingason, leikmaður Víkings, við Fótbolta.net í dag.

Framundan er seinni leikur liðsins gegn Riga í forkeppni Sambandsdeildinni. Lettneska liðið leiðir 2-0 eftir fyrri leikinn.

Það vakti athygli að Birnir var ekki í byrjunarliðinu í fyrri leiknum.

„Ég var himinlifandi... Nei, auðvitað er maður ekki sáttur en ég skildi ástæðuna og ég sá alveg hvað við vorum að leggja upp með. Í byrjun ertu alveg brjálaður en svo ferðu að hugsa aðeins út í þetta, þá hugsaru um að koma inn á með krafti."

Arnar valdi annan kost í stað Birnis og sagði varnarhliðina hafa verið ástæðuna fyrir valinu. Er Birnir ekki nægilega góður varnarmaður?

„Ég er frábær varnarmaður, enda í bakverðinum þegar ég er orðinn eldri," sagði Birnir og leit á Loga Tómasson við hlið sér.

Birnir hefur verið einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins til þessa. „Það hefur gengið vel, það er stutt á milli í fótbolta. Ef þú ert með sjálfstraustið í botni þá getur allt gerst. Það sem mér fannst mikilvægt fyrir mig var að koma inn mörkum nokkra leiki í röð. Þá fer sjálfstraustið í botn og þá byrjar boltinn að rúlla," sagði Birnir.

Í lok viðtals, sem sjá má í heild sinni í spilaranum efst, ræðir Birnir um samningsmál sín.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 18:45 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner