fös 21.apr 2023 14:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 4. sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Þróttur R. muni enda í fjórða sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir röðuðu liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig. Þróttur endar í fjórða sæti ef spáin rætist en það var gríðarlega mjótt á munum frá liðinu í fjórða til liðsins í öðru sæti sæti í spánni.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Þróttur R., 78 stig
5. Þór/KA, 58 stig
6. Selfoss, 53 stig
7. ÍBV, 42 stig
8. Keflavík, 22 stig
9. Tindastóll, 20 stig
10. FH, 18 stig
Um liðið: Þróttur hefur verið á mikilli og góðri vegferð síðustu árin og er núna búið að festa sig í sessi í toppbaráttunni í Bestu deild kvenna. Næsta skref hjá liðinu er að enda í topp tveimur og fara í Meistaradeildina. Á kafla leit það ágætlega út í fyrra en þær misstu svo af því á lokametrunum. Það er mikil samkeppni á toppnum en Þróttur getur klárlega verið með í þeirri samkeppni, líkt og spáin segir til um.
Þróttur fagnar marki á síðustu leiktíð.
Þjálfarinn - Nik Chamberlain: Englendingur sem var að spila á Íslandi áður en hann byrjaði að þjálfa. Hann hefur náð eftirtektarverðum árangri hjá félaginu frá því hann byrjaði að þjálfa í Laugardalnum 2016, og hefur lyft kvennaboltanum hjá Þrótti upp á nýtt plan en það verður afar fróðlegt að fylgjast með því hversu langt hann mun ná í faginu því hann getur svo sannarlega farið langt. Mjög metnaðarfullur og ástríðufullur þjálfari sem hefur gert frábæra hluti.
Nik Chamberlain.
Fótbolti.net fær sérfræðingana Anítu Lísu Svansdóttur og Óskar Smára Haraldsson, sem þjálfa Fram saman, til að rýna í styrkleika, veikleika og margt annað hjá liðunum sem spila í Bestu deild kvenna í sumar. Óskar Smári fer yfir það helsta hjá liði Þróttar.
Aníta Lísa og Óskar.
Styrkleikar: Þróttur hefur hægt og rólega undanfarin ár stimplað sig inn sem eitt af toppliðunum í íslenskum kvennafótbolta. Nik, þjálfari liðsins, á risa stóran þátt í því. Hann hefur innleitt þetta 4-1-2-1-2 kerfi sem er virkilega erfitt að spila gegn. Áherslurnar breytast á milli leikja í kerfinu og hefur maður sér ófáa leiki þar sem taktískt snilld kemur frá Nik.
Einstaklingsgæðin í liðinu er gríðarlega mikil og eru þær með ófáa leikmenn sem hreinlega getað unnið leiki upp á eigin spýtur. Sóknarlína Þróttar er heldur ógnvænleg og munum við alveg pottþétt sjá Þrótt skora helling af mörkum í sumar.
c Undirritaður er komin með leið á orðinu 'útlendingalottó' þar sem þetta er ekki lottó. Því meiri vinna sem félög og þjálfarar leggja á sig, því meiri líkur er á því að þú færð það sem þú ert að sækjast eftir. Nik hefur verið fremstur í flokki að fá til sín sterka erlenda leikmenn. Í ár efast ég um að það verði í kortunum að erlendu leikmenn Þróttar séu slakar, en það er alltaf erfitt að missa 3-4 erlenda leikmenn og fá 3-4 nýja erlenda leikmenn í liðið. Það er alltaf púsl og getur komið niður á Þrótti í byrjun móts. Það á svo sem líka við um önnur lið.
Í fyrra hélt Þróttur hreinu í fyrsta sinn í umferð 11 gegn Aftureldingu. Þær eru með hörkumarkmann í Írisi og þrátt fyrir þessi gæði sóknarlega þá verða þær að gera betur varnarlega en í fyrra og halda hreinu fyrr ef þær vilja stimpla sig inn sem topplið í deildinni.
Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar.
Spurningarnar: Munu þær höndla þá pressu að vera orðið svokallað topplið? Hvernig pressu setja þær á sjálfa sig? Mun það koma í bakið á þeim að missa Ólöfu Sigríði í skóla seinni hluta timabils?
Olla er algjör lykilmaður í liði Þróttar en hún fer í Harvard háskólann seinni hluta tímabilsins.
Lykillmenn: Katie Cousins, það er mikill hvalreki fyrir Þrótt að fá hana aftur til baka. Hún sýndi það fyrir tveimur árum síðan að hún er einn allra öflugasti sóknartengiliður deildarinnar og mun skora og leggja upp mikið fyrir þær í sumar. Þrátt fyrir að vera ekki hávaxin þá er hún einn allra besti skallamaður deildarinnar.
Katie Cousins er mætt aftur.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir var valin í A-landsliðið fyrr í vetur og þakkaði það traust og skoraði tvö í fyrsta leik. Hún er fæddur markaskorari og eru margir sem spá henni markadrottningar titlinum að tímabili loknu. Frábær í teignum, ótrúlega góður uppspilspunktur og það er algjör martröð fyrir varnarmenn að mæta henni.
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir er fyrirliði Þróttar og ofboðslega flottur fulltrúi liðsins. Hún bindur vörn og sókn saman; hún spilar ein djúp og gerir það listavel. Fær ekkert alltaf fyrirsagnirnar en er alveg ofboðslega mikill lykilmaður í því hlutverki sem hún sinnir fyrir sitt lið.
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir.
Leikmaður sem á að fylgjast með: Það er hálf galið hjá mér að setja Kötlu Tryggvadóttur ekki í lykillmann, sem hún er svo sannarlega í liði Þróttar. Félagið geta hækkað miðagjald á völlinn um sirka 30 prósent, skemmtanagildið að horfa á hana spila er það mikið. Ég hreinlega hvet landsmenn til að koma og horfa á hana spila með eigin augum. Hún vill alltaf fá boltann, tekur leikmenn á og er algjör listamaður. Hún hefur verið frábær í vetur og spái ég að þetta sé síðasta tímabil hennar hérlendis.
Katla Tryggvadóttir.
Völlurinn: Þróttur spilar heimaleiki sína á AVIS-vellinum, á gervigrasinu í Laugardal. Þróttarar eru yfirleitt duglegir að mæta á leiki hjá kvennaliði sínu og eru duglegir að styðja við bakið á liði sínu. Það verður vonandi þannig áfram í sumar. Þróttur mun byrja mótið í Þróttheimum, á æfingasvæði sínu, þar sem verið er að skipta um gervigras á aðalvellinum.
Frá leik á Avis-vellinum síðasta sumar.
Komnar
Ingibjörg Valgeirsdóttir frá KR
Ingunn Haraldsdóttir frá KR
Katie Cousins frá Bandaríkjunum
Margrét Edda Lian Bjarnadóttir frá KR
Mikenna McManus frá Bandaríkjunum
Sierra Marie Lelii frá ÍH
Ragnheiður Ríkharðsdóttir frá Fylki (var á láni)
Tanya Laryssa Boychuk frá Kanada
Farnar
Andrea Rut Bjarnadóttir í Breiðablik
Danielle Julia Marcano til Tyrklands
Gema Ann Joyce Simon til Ástralíu
Linda Líf Boama í Víking
Lorena Baumann til Portúgals
Murphy Alexandra Agnew til Ástralíu
Dómur Óskars fyrir gluggann: Það er mikill missir að Andrea hafi skipt um umhverfi og fari í grænt í sumar. Þær hins vegar hafa styrkt sig með flottum erlendum leikmönnum og að sækja Cousins aftur er risastórt. Hafa gert vel innanlands þar sem þær sækja Ingunni Haralds, reynslubolta í vörnina. Einnig hefur Sierra komið mér á óvart í vetur, hún gæti orðið smá X-faktor af bekknum hjá Þrótti í sumar. Gárungarnir á götunni hafa hvíslað því í eyrað á mér að það er möguleiki á einum leikmanni í viðbót. Gef þessu 8,5.
Líklegt byrjunarlið:
Leikmannalisti:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
20. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
3. Ingunn Haraldsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
7. Brynja Rán Knudsen
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir
10. Katie Cousins
11. Sierra Marie Lelii
12. Tanya Boychuk
14. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Katla Tryggvadóttir
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
21. Lea Björt Kristjánsdóttir
22. Mikenna McManus
23. Sæunn Björnsdóttir
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
Fyrstu fimm leikir Þróttar:
26. apríl, Þróttur R. - FH (AVIS völlurinn)
1. maí, Selfoss - Þróttur R. (JÁVERK-völlurinn)
10. maí, Þróttur R. - Stjarnan (AVIS-völlurinn)
15. maí, ÍBV - Þróttur R. (Hásteinsvöllur)
22. maí, Þróttur R. - Þór/KA (AVIS-völlurinn)
Í besta falli og versta falli að mati Óskars:
Í versta falli - 5. sæti: Þróttur eru orðnar það massívar að mér finnst eiginlega galið að geta séð fyrir mér að þær endi í 5. sæti. Það er samt raunin, deildin er orðinn töluvert jafnari en áður. Það gæti eins og áður hefur komið fram bitið þær í rassinn að missa Ólöfu Sigríði seinni hlutann.
Í besta falli - 1. sæti: Þróttur stefnir alveg pottþétt á titilinn eins og öll þau lið sem verða spáð efstu fjórum sætunum. Þær eru með öflugan hóp og frábæra þjálfara - bæði Edda og Nik og hafa þau sýnt það í gegnum tíðina að þau hafa sett leiki virkilega vel upp. Ég tek það fram að ég er ekki að spá þeim efsta sætinu, en þær hafa samt alla burði til þess að enda þar.
Spámennirnir: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Helga Katrín Jónsdóttir, Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Mist Rúnarsdóttir, Orri Rafn Sigurðarson, Sigríður Dröfn Auðunsdóttir, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.
1. ?
2. ?
3. ?
4. Þróttur R., 78 stig
5. Þór/KA, 58 stig
6. Selfoss, 53 stig
7. ÍBV, 42 stig
8. Keflavík, 22 stig
9. Tindastóll, 20 stig
10. FH, 18 stig
Um liðið: Þróttur hefur verið á mikilli og góðri vegferð síðustu árin og er núna búið að festa sig í sessi í toppbaráttunni í Bestu deild kvenna. Næsta skref hjá liðinu er að enda í topp tveimur og fara í Meistaradeildina. Á kafla leit það ágætlega út í fyrra en þær misstu svo af því á lokametrunum. Það er mikil samkeppni á toppnum en Þróttur getur klárlega verið með í þeirri samkeppni, líkt og spáin segir til um.
Þróttur fagnar marki á síðustu leiktíð.
Þjálfarinn - Nik Chamberlain: Englendingur sem var að spila á Íslandi áður en hann byrjaði að þjálfa. Hann hefur náð eftirtektarverðum árangri hjá félaginu frá því hann byrjaði að þjálfa í Laugardalnum 2016, og hefur lyft kvennaboltanum hjá Þrótti upp á nýtt plan en það verður afar fróðlegt að fylgjast með því hversu langt hann mun ná í faginu því hann getur svo sannarlega farið langt. Mjög metnaðarfullur og ástríðufullur þjálfari sem hefur gert frábæra hluti.
Nik Chamberlain.
Fótbolti.net fær sérfræðingana Anítu Lísu Svansdóttur og Óskar Smára Haraldsson, sem þjálfa Fram saman, til að rýna í styrkleika, veikleika og margt annað hjá liðunum sem spila í Bestu deild kvenna í sumar. Óskar Smári fer yfir það helsta hjá liði Þróttar.
Aníta Lísa og Óskar.
Styrkleikar: Þróttur hefur hægt og rólega undanfarin ár stimplað sig inn sem eitt af toppliðunum í íslenskum kvennafótbolta. Nik, þjálfari liðsins, á risa stóran þátt í því. Hann hefur innleitt þetta 4-1-2-1-2 kerfi sem er virkilega erfitt að spila gegn. Áherslurnar breytast á milli leikja í kerfinu og hefur maður sér ófáa leiki þar sem taktískt snilld kemur frá Nik.
„Hafa stimplað sig inn sem eitt af toppliðunum í íslenskum kvennafótbolta."
Einstaklingsgæðin í liðinu er gríðarlega mikil og eru þær með ófáa leikmenn sem hreinlega getað unnið leiki upp á eigin spýtur. Sóknarlína Þróttar er heldur ógnvænleg og munum við alveg pottþétt sjá Þrótt skora helling af mörkum í sumar.
c Undirritaður er komin með leið á orðinu 'útlendingalottó' þar sem þetta er ekki lottó. Því meiri vinna sem félög og þjálfarar leggja á sig, því meiri líkur er á því að þú færð það sem þú ert að sækjast eftir. Nik hefur verið fremstur í flokki að fá til sín sterka erlenda leikmenn. Í ár efast ég um að það verði í kortunum að erlendu leikmenn Þróttar séu slakar, en það er alltaf erfitt að missa 3-4 erlenda leikmenn og fá 3-4 nýja erlenda leikmenn í liðið. Það er alltaf púsl og getur komið niður á Þrótti í byrjun móts. Það á svo sem líka við um önnur lið.
Í fyrra hélt Þróttur hreinu í fyrsta sinn í umferð 11 gegn Aftureldingu. Þær eru með hörkumarkmann í Írisi og þrátt fyrir þessi gæði sóknarlega þá verða þær að gera betur varnarlega en í fyrra og halda hreinu fyrr ef þær vilja stimpla sig inn sem topplið í deildinni.
Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar.
Spurningarnar: Munu þær höndla þá pressu að vera orðið svokallað topplið? Hvernig pressu setja þær á sjálfa sig? Mun það koma í bakið á þeim að missa Ólöfu Sigríði í skóla seinni hluta timabils?
Olla er algjör lykilmaður í liði Þróttar en hún fer í Harvard háskólann seinni hluta tímabilsins.
Lykillmenn: Katie Cousins, það er mikill hvalreki fyrir Þrótt að fá hana aftur til baka. Hún sýndi það fyrir tveimur árum síðan að hún er einn allra öflugasti sóknartengiliður deildarinnar og mun skora og leggja upp mikið fyrir þær í sumar. Þrátt fyrir að vera ekki hávaxin þá er hún einn allra besti skallamaður deildarinnar.
Katie Cousins er mætt aftur.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir var valin í A-landsliðið fyrr í vetur og þakkaði það traust og skoraði tvö í fyrsta leik. Hún er fæddur markaskorari og eru margir sem spá henni markadrottningar titlinum að tímabili loknu. Frábær í teignum, ótrúlega góður uppspilspunktur og það er algjör martröð fyrir varnarmenn að mæta henni.
„Það er algjör martröð fyrir varnarmenn að mæta henni.".
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir er fyrirliði Þróttar og ofboðslega flottur fulltrúi liðsins. Hún bindur vörn og sókn saman; hún spilar ein djúp og gerir það listavel. Fær ekkert alltaf fyrirsagnirnar en er alveg ofboðslega mikill lykilmaður í því hlutverki sem hún sinnir fyrir sitt lið.
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir.
Leikmaður sem á að fylgjast með: Það er hálf galið hjá mér að setja Kötlu Tryggvadóttur ekki í lykillmann, sem hún er svo sannarlega í liði Þróttar. Félagið geta hækkað miðagjald á völlinn um sirka 30 prósent, skemmtanagildið að horfa á hana spila er það mikið. Ég hreinlega hvet landsmenn til að koma og horfa á hana spila með eigin augum. Hún vill alltaf fá boltann, tekur leikmenn á og er algjör listamaður. Hún hefur verið frábær í vetur og spái ég að þetta sé síðasta tímabil hennar hérlendis.
„Skemmtanagildið að horfa á hana spila er það mikið."
Katla Tryggvadóttir.
Völlurinn: Þróttur spilar heimaleiki sína á AVIS-vellinum, á gervigrasinu í Laugardal. Þróttarar eru yfirleitt duglegir að mæta á leiki hjá kvennaliði sínu og eru duglegir að styðja við bakið á liði sínu. Það verður vonandi þannig áfram í sumar. Þróttur mun byrja mótið í Þróttheimum, á æfingasvæði sínu, þar sem verið er að skipta um gervigras á aðalvellinum.
Frá leik á Avis-vellinum síðasta sumar.
Komnar
Ingibjörg Valgeirsdóttir frá KR
Ingunn Haraldsdóttir frá KR
Katie Cousins frá Bandaríkjunum
Margrét Edda Lian Bjarnadóttir frá KR
Mikenna McManus frá Bandaríkjunum
Sierra Marie Lelii frá ÍH
Ragnheiður Ríkharðsdóttir frá Fylki (var á láni)
Tanya Laryssa Boychuk frá Kanada
Farnar
Andrea Rut Bjarnadóttir í Breiðablik
Danielle Julia Marcano til Tyrklands
Gema Ann Joyce Simon til Ástralíu
Linda Líf Boama í Víking
Lorena Baumann til Portúgals
Murphy Alexandra Agnew til Ástralíu
Dómur Óskars fyrir gluggann: Það er mikill missir að Andrea hafi skipt um umhverfi og fari í grænt í sumar. Þær hins vegar hafa styrkt sig með flottum erlendum leikmönnum og að sækja Cousins aftur er risastórt. Hafa gert vel innanlands þar sem þær sækja Ingunni Haralds, reynslubolta í vörnina. Einnig hefur Sierra komið mér á óvart í vetur, hún gæti orðið smá X-faktor af bekknum hjá Þrótti í sumar. Gárungarnir á götunni hafa hvíslað því í eyrað á mér að það er möguleiki á einum leikmanni í viðbót. Gef þessu 8,5.
Líklegt byrjunarlið:
Leikmannalisti:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
20. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
3. Ingunn Haraldsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
7. Brynja Rán Knudsen
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir
10. Katie Cousins
11. Sierra Marie Lelii
12. Tanya Boychuk
14. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Katla Tryggvadóttir
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
21. Lea Björt Kristjánsdóttir
22. Mikenna McManus
23. Sæunn Björnsdóttir
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
Fyrstu fimm leikir Þróttar:
26. apríl, Þróttur R. - FH (AVIS völlurinn)
1. maí, Selfoss - Þróttur R. (JÁVERK-völlurinn)
10. maí, Þróttur R. - Stjarnan (AVIS-völlurinn)
15. maí, ÍBV - Þróttur R. (Hásteinsvöllur)
22. maí, Þróttur R. - Þór/KA (AVIS-völlurinn)
Í besta falli og versta falli að mati Óskars:
Í versta falli - 5. sæti: Þróttur eru orðnar það massívar að mér finnst eiginlega galið að geta séð fyrir mér að þær endi í 5. sæti. Það er samt raunin, deildin er orðinn töluvert jafnari en áður. Það gæti eins og áður hefur komið fram bitið þær í rassinn að missa Ólöfu Sigríði seinni hlutann.
Í besta falli - 1. sæti: Þróttur stefnir alveg pottþétt á titilinn eins og öll þau lið sem verða spáð efstu fjórum sætunum. Þær eru með öflugan hóp og frábæra þjálfara - bæði Edda og Nik og hafa þau sýnt það í gegnum tíðina að þau hafa sett leiki virkilega vel upp. Ég tek það fram að ég er ekki að spá þeim efsta sætinu, en þær hafa samt alla burði til þess að enda þar.
Spámennirnir: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Helga Katrín Jónsdóttir, Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Mist Rúnarsdóttir, Orri Rafn Sigurðarson, Sigríður Dröfn Auðunsdóttir, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.
Athugasemdir