Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Chris Brazell: Allir geta unnið alla
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Brynjar Björn: Svekkjandi að ná ekki að halda út
Haraldur: Seinni hálfleikurinn var okkar eign
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
   fös 21. maí 2021 21:56
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvelli
Óskar Hrafn: Mikill heiður fyrir Gísla og félagið
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Sáttur með spilamennskuna og sáttur með orkuna sem við löggðum í leikinn sérstaklega varnarlega, það er nú það sem stendur upp úr og í frammhaldinu einhvern veginn gerast góðir hlutir þegar mikil orka er lögð í varnarleikinn að þá kemur hitt og það gerði það svo sannarlega í dag," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks sáttur í leikslok eftir 4-0 sigur á Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Stjarnan

Óskar Hrafn hefur verið að gera margar breytingar á milli leikja í upphafi móts og gerði hann fjórar breytingar á liði sínu frá síðasta leik gegn Víking Reykjavík.

„Við höfum róteirað dálítið. Við erum með stóran og breiðan hóp og erum með marga leikmenn sem hafa unnið fyrir því að spila í þessari deild og auðvitað er spilað mjög þétt þannig það er hluti af ástæðunni og svo koma hnjask þannig ég mundi halda að þetta væri eðlileg álagsstýring."

Thomas Mikkelsen fór meiddur af velli snemma leiks og talar Óskar um að hann hafi fengið högg á náran.

„Mér sýnist eins og hann hafi meiðst á nára, hversu alvarlegt það er verður bara koma í ljós en akkúrat núna lítur það ekkert sérstaklega út."

Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks var í dag valinn í A landslið karla fyrir komandi vináttuleiki í Júní.

„Það er frábært. Mikill heiður fyrir Gísla og félagið að eiga A-landsliðsmann þetta er sama og Höskuldur Gunnlaugsson í fyrra þannig við gleðjumst yfir því."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Óskar ræðir um Sölva Snæ og framhaldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner