Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   fös 21. maí 2021 21:56
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvelli
Óskar Hrafn: Mikill heiður fyrir Gísla og félagið
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Sáttur með spilamennskuna og sáttur með orkuna sem við löggðum í leikinn sérstaklega varnarlega, það er nú það sem stendur upp úr og í frammhaldinu einhvern veginn gerast góðir hlutir þegar mikil orka er lögð í varnarleikinn að þá kemur hitt og það gerði það svo sannarlega í dag," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks sáttur í leikslok eftir 4-0 sigur á Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Stjarnan

Óskar Hrafn hefur verið að gera margar breytingar á milli leikja í upphafi móts og gerði hann fjórar breytingar á liði sínu frá síðasta leik gegn Víking Reykjavík.

„Við höfum róteirað dálítið. Við erum með stóran og breiðan hóp og erum með marga leikmenn sem hafa unnið fyrir því að spila í þessari deild og auðvitað er spilað mjög þétt þannig það er hluti af ástæðunni og svo koma hnjask þannig ég mundi halda að þetta væri eðlileg álagsstýring."

Thomas Mikkelsen fór meiddur af velli snemma leiks og talar Óskar um að hann hafi fengið högg á náran.

„Mér sýnist eins og hann hafi meiðst á nára, hversu alvarlegt það er verður bara koma í ljós en akkúrat núna lítur það ekkert sérstaklega út."

Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks var í dag valinn í A landslið karla fyrir komandi vináttuleiki í Júní.

„Það er frábært. Mikill heiður fyrir Gísla og félagið að eiga A-landsliðsmann þetta er sama og Höskuldur Gunnlaugsson í fyrra þannig við gleðjumst yfir því."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Óskar ræðir um Sölva Snæ og framhaldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner