Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fös 21. maí 2021 21:56
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvelli
Óskar Hrafn: Mikill heiður fyrir Gísla og félagið
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Sáttur með spilamennskuna og sáttur með orkuna sem við löggðum í leikinn sérstaklega varnarlega, það er nú það sem stendur upp úr og í frammhaldinu einhvern veginn gerast góðir hlutir þegar mikil orka er lögð í varnarleikinn að þá kemur hitt og það gerði það svo sannarlega í dag," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks sáttur í leikslok eftir 4-0 sigur á Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Stjarnan

Óskar Hrafn hefur verið að gera margar breytingar á milli leikja í upphafi móts og gerði hann fjórar breytingar á liði sínu frá síðasta leik gegn Víking Reykjavík.

„Við höfum róteirað dálítið. Við erum með stóran og breiðan hóp og erum með marga leikmenn sem hafa unnið fyrir því að spila í þessari deild og auðvitað er spilað mjög þétt þannig það er hluti af ástæðunni og svo koma hnjask þannig ég mundi halda að þetta væri eðlileg álagsstýring."

Thomas Mikkelsen fór meiddur af velli snemma leiks og talar Óskar um að hann hafi fengið högg á náran.

„Mér sýnist eins og hann hafi meiðst á nára, hversu alvarlegt það er verður bara koma í ljós en akkúrat núna lítur það ekkert sérstaklega út."

Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks var í dag valinn í A landslið karla fyrir komandi vináttuleiki í Júní.

„Það er frábært. Mikill heiður fyrir Gísla og félagið að eiga A-landsliðsmann þetta er sama og Höskuldur Gunnlaugsson í fyrra þannig við gleðjumst yfir því."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Óskar ræðir um Sölva Snæ og framhaldið.
Athugasemdir
banner
banner