Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 22. september 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
KA tekur fjórða Evrópusætið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
KA lagði Víking R. að velli í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í gær og tryggði sér þar með þátttöku í forkeppni Evrópudeildarinnar næsta haust.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

Þetta er magnað afrek fyrir KA sem endaði í neðri hluta Bestu deildarinnar fyrir tvískiptingu, en siglir þó nokkuð lygnan sjó í fallbaráttunni sem stendur.

Þetta þýðir að það eru aðeins þrjú félagslið úr Bestu deildinni sem komast í Evrópukeppnir á næstu leiktíð.

Nokkuð ljóst er að Víkingur R. og Breiðablik eru búin að tryggja sér toppsætin tvö og því verður hart barist um þriðja sætið.

Valur situr í þriðja sæti sem stendur, með 38 stig úr 22 leikjum, en ÍA, Stjarnan og FH eru skammt undan fyrir lokahnykkinn.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner