Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 22. september 2024 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu mörkin: Andy Carroll kom Bordeaux til bjargar með tvennu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Enski framherjinn Andy Carroll samdi við franska félagið Bordeaux á frjálsri sölu á dögunum þar sem hann vildi meiri spiltíma en hann fékk með Amiens í Ligue 2, næstefstu deild franska boltans.

Bordeaux er sögufrægt félag í Frakklandi sem leikur í fjórðu efstu deild þar í landi eftir að hafa farið í gjaldþrot.

Carroll er 35 ára gamall og skoraði 4 mörk í 33 leikjum í Ligue 2 á síðustu leiktíð en hefur byrjað gríðarlega vel í fjórðu deildinni.

Bordeaux tók á móti Chateaubriant í gær eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu og lenti stórveldið tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik.

Það var þó ekki að óttast því Carroll bjargaði málunum með tveimur mörkum á lokakaflanum, sem er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Bordeaux er aðeins komið með þrjú stig eftir fjórar fyrstu umferðirnar á nýju tímabili.

Carroll þótti gríðarlega efnilegur framherji á sínum tíma og lék meðal annars fyrir Newcastle, Liverpool og West Ham United á ferlinum. Hann spilaði auk þess 9 A-landsleiki fyrir England eftir að hafa verið iðinn við markaskorun með yngri landsliðunum.

Andy Carroll's brace for his first game with Bordeaux
byu/Meladroitdimage insoccer

Athugasemdir
banner
banner