Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 30. maí 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Albert bætti metið hennar Glódísar
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Getty Images
Greint var frá því í byrjun maí að Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði FC Bayern í Þýskalandi, væri í liði ársins í þýsku deildinni í tölvuleiknum vinsæla EA FC 24.

Þar fékk Glódís hæstu einkunn sem Íslendingur hafði nokkurn tímann fengið í leik á vegum EA, eða 93 af 100.

   07.05.2024 00:03
Glódís í liði ársins í Þýskalandi - Enginn Íslendingur fengið hærri einkunn


Í dag er Albert Guðmundsson búinn að bæta það met, eftir að hafa verið valinn í lið ársins í ítalska boltanum.

Albert fær þar 94 af 100 í einkunn, eða einum meira heldur en Glódís, eftir að hafa átt frábært tímabil með nýliðum Genoa.

Albert var einn af bestu leikmönnum Genoa á tímabilinu og er gríðarlega eftirsóttur af stórliðum í ítalska boltanum, þar sem hann er helst orðaður við félagsskipti til Ítalíumeistara Inter í sumar.

Albert kom að 21 marki í 37 leikjum með Genoa, sem endaði í 11. sæti Serie A deildarinnar, með 49 stig úr 38 umferðum.
Athugasemdir
banner