Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 30. maí 2024 22:08
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í toppslagnum
Jason Daði fagnar marki sínu.
Jason Daði fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Nikolaj Hansen með boltann.
Nikolaj Hansen með boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Breiðablik 1 - 1 Víkingur R.
1-0 Jason Daði Svanþórsson ('77)
1-1 Gísli Gottskálk Þórðarson ('92)

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

Breiðablik og Víkingur R. áttust við í toppslag Bestu deildar karla í kvöld og úr varð mikill baráttuleikur.

Hvorugt lið þorði að opna sig mikið í fyrri hálfleik og var staðan markalaus þegar flautað var til leikhlés, eftir að bæði lið höfðu aðeins fengið hálffæri á fyrstu 45 mínútunum.

Síðari hálfleikur var svipaður og sá fyrri þar sem bæði lið áttu marktilraunir án þess þó að takast að skora. Það ríkti þokkalegt jafnræði innan vallar en svo tókst heimamönnum að taka forystuna þegar Jason Daði Svanþórsson kom boltanum í netið á 77. mínútu.

Jason Daði náði að losa sig frá miðvörðum Víkings og gerði vel að klára frábæra fyrirgjöf frá Viktori Karli Einarssyni með marki, sem leit út fyrir að vera sigurmark leiksins.

Víkingar virtust ekki eiga nein svör á lokakaflanum en þeim tókst að jafna í uppbótartíma eftir slæm mistök hjá Antoni Ara Einarssyni á milli stanga heimamanna.

Gísli Gottskálk Þórðarson átti þá fast skot beint á markið sem Anton Ari missti í netið.

Víkingar komust afar nálægt því að stela sigrinum skömmu síðar en Valdimar Þór Ingimundarson klúðraði þá skalla úr algjöru dauðafæri og urðu lokatölur 1-1.

Víkingur trónir áfram á toppi Bestu deildarinnar eftir jafnteflið, með þriggja stiga forystu á Breiðablik sem er í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner