Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cavani leggur landsliðsskóna á hilluna (Staðfest)
Mynd: EPA
Úrúgvæski framherjinn Edinson Cavani hefur tilkynnt að hann hefur spilað sinn síðasta landsleik á sínum ferli. Hann tilkynnir þetta þremur vikum áður en Copa America hefst, hann verður ekki með á mótinu.

Cavani er 37 ára og hefur verið fastamaður í landsliðinu í tæpa tvo áratugi. Marcelo Bielsa valdi Cavani í hópinn fyrir mótið í sumar en Cavani verður ekki með.

„Ég ákvað að stíga til hliðar, en ég mun fylgjast með ykkur til æviloka alveg eins og ég gerði þegar ég var að spila með liðinu í þessari fallegu treyju," sagði Cavani í færslu á instagram.

Cavani skoraði 58 mörk í 136 landsleikjum á sínum ferli. Hann er í dag leikmaður Boca Juniors í Argentínu. Hann vann Copa America árið 2011.

Cavani er fyrrum leikmaður Palermo, Napoli, PSG, Manchester United og Valencia.


Athugasemdir
banner
banner
banner