Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palhinha aftur orðaður við Bayern
Mynd: Getty Images
Joao Palhinha segir að hann verði líklega áfram hjá Fulham í sumar - en hann neitaði að útiloka algjörlega þamn möguleika að hann gæti farið.

Palhinha er virkilega öflugur miðjumaður sem var mjög nálægt því að ganga í raðir Bayern Munchen síðasta sumar en ekkert varð úr því.

Bayern er áfram sagt hafa áhuga á því að fá portúgalska tæklarann í sínar raðir.

Palhinha framlengdi við Fulham síðasta haust, er nú samningsbundinn til 2028. Hann er 28 ára og er nú að undirbúa sig fyrir EM með portúgalska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner