Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 19:21
Brynjar Ingi Erluson
Phillips orðaður við Frankfurt
Mynd: Getty Images
Kalvin Phillips, leikmaður Manchester City á Englandi, er orðaður við þýska félagið Eintracht Frankfurt í þýskum miðlum í dag.

Þýski blaðamaðurinn Florian Plettenberg heldur því fram að Frankfurt sé með auga á Phillips.

Engar viðræður hafa átt sér stað en hann er möguleiki sem Frankfurt er að skoða.

Pascal Gross, leikmaður Brighton, er þeirra helsta skotmark fyrir næsta tímabil, en Gross mun ekki taka ákvörðun fyrr en eftir Evrópumótið.

Phillips eyddi seinni hluta tímabilsins á láni hjá West Ham, lánsdvöl sem fer ekki beint í sögubækurnar. Hann lék aðeins átta leiki í ensku úrvalsdeildina og nældi sér í eitt rautt spjald.

Manchester City vill losa sig við hann í sumar en uppeldisfélag hans Leeds United, er einnig sagt áhugasamt um að fá hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner