Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steve Cooper eftirsóttur - Brighton líklegast
Mynd: EPA
Brighton er í stjóraleit eftir að Robrto De Zerbi steig til hliðar í lok tímabilsins. Brighton hefur verið að skoða að fá Graham Potter aftur til félagsin en Daily Mail segir að Brighton sé í viðræðum við Steve Cooper.

Cooper hefur verið án starfs frá því að Nottingham Forest lét hann fara í desember.

Fleiri félög vilja fá Cooper til að taka við sínum liðum. Bæði Burnley og Sheffield United, sem féllu úr úrvalsdeildinni, hafa bæði reynt að sannfæra Cooper um að taka við.

Þá er sagt frá því að ónefnt félag í efri hluta úrvalsdeildarinnar hafi einnig rætt við Cooper. Brighton skoðaði að fá Kieran McKenna en hann verður áfram hjá Ipswich.

Cooper er 44 ára Walesverji sem hefur þjálfað U16 og U17 landslið Englendinga, Swansea og svo Nottingham Forest.
Athugasemdir
banner
banner
banner